Ólympíumeistarinn sem missti allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 06:15 Þjóðhetja í heimalandinu. Yuzuru Hanyu sést hér með gullverðlaunin sem hann hlaut í Sotsjí. Mynd/AFP Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira