Uppskeruhátíð Örvarpsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 14:00 Harpa Fönn og Halldóra Rut hafa gert örmyndir saman í þrjú ár og vilja auka útbreiðslu þess listforms. Vísir/GVA „Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð. Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð.
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira