Heimildum safnað með aðstoð almennings Marín Manda skrifar 24. febrúar 2014 20:30 Krakkar í sveit Þjóðminjasafnið óskar eftir aðstoð við söfnun heimilda um þjóðhætti íslendinga. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðu sambandi við fólk og ná til þeirra sem vilja taka þátt í þessu með okkur í sjálfboðastarfi. Við erum ekki að senda fólki einhvers konar skoðanakannanir heldur erum við að biðla til fólks að segja frá upplifunum sínum og þekkingu, bæði úr nútímanum og fortíðinni,“segir Ágúst Ó. Georgsson, fagstjóri Þjóðháttasafns. Þjóðminjasafn Íslands hefur nú safnað upplýsingum um þjóðhætti með spurningaskrám í meira en hálfa öld til að miðla upplýsingum og varðveita óáþreifanlegan menningararf. Nú leitar Þjóðháttasafnið að nýjum heimildarmönnum. „Næst á dagskrá er að safna heimildum um sundlaugarmenningu á Íslandi og því leitum við að heimildarmönnum á öllum aldri úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hins vegar er mikill áhugi fyrir fólki í yngri kantinum að þessu sinni,“ segir Ágúst. Fyrstu heimildarmennirnir voru fólk sem sent hafði inn svör við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu en síðar myndaðist hópur fróðleiksfúsra einstaklinga og áhugasamra um söfnun þjóðhátta. Þannig myndaðist fljótt ákveðinn kjarni fólks sem tók að sér að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins. Hópurinn hefur að sjálfsögðu endurnýjast oftar en einu sinni á rúmlega 50 árum en nú sem fyrr hefur þjóðháttasöfnunin þörf fyrir stuðning frá almenningi og að bæta við yngra fólki í þennan hóp. Spurningaskrárnar eru aðgengilegar á heimasíðu safnsins, tjodminjasafn.is. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Ó. Georgsson í síma 530 2246 eða agust@thjodminjasafn.is. Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þjóðminjasafnið óskar eftir aðstoð við söfnun heimilda um þjóðhætti íslendinga. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðu sambandi við fólk og ná til þeirra sem vilja taka þátt í þessu með okkur í sjálfboðastarfi. Við erum ekki að senda fólki einhvers konar skoðanakannanir heldur erum við að biðla til fólks að segja frá upplifunum sínum og þekkingu, bæði úr nútímanum og fortíðinni,“segir Ágúst Ó. Georgsson, fagstjóri Þjóðháttasafns. Þjóðminjasafn Íslands hefur nú safnað upplýsingum um þjóðhætti með spurningaskrám í meira en hálfa öld til að miðla upplýsingum og varðveita óáþreifanlegan menningararf. Nú leitar Þjóðháttasafnið að nýjum heimildarmönnum. „Næst á dagskrá er að safna heimildum um sundlaugarmenningu á Íslandi og því leitum við að heimildarmönnum á öllum aldri úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hins vegar er mikill áhugi fyrir fólki í yngri kantinum að þessu sinni,“ segir Ágúst. Fyrstu heimildarmennirnir voru fólk sem sent hafði inn svör við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu en síðar myndaðist hópur fróðleiksfúsra einstaklinga og áhugasamra um söfnun þjóðhátta. Þannig myndaðist fljótt ákveðinn kjarni fólks sem tók að sér að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins. Hópurinn hefur að sjálfsögðu endurnýjast oftar en einu sinni á rúmlega 50 árum en nú sem fyrr hefur þjóðháttasöfnunin þörf fyrir stuðning frá almenningi og að bæta við yngra fólki í þennan hóp. Spurningaskrárnar eru aðgengilegar á heimasíðu safnsins, tjodminjasafn.is. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Ó. Georgsson í síma 530 2246 eða agust@thjodminjasafn.is.
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira