Golubelgdur málflutningur Þorsteinn Pálsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 „ESB er í raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmegandi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli.“ Að mati vefritsins Eyjunnar er þetta ein fréttnæmasta ályktunin sem utanríkisráðherra Íslands dró af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um stöðu aðildarviðræðnanna. Orðin féllu ekki af gáleysi. Þau eru kjarninn í rækilega hugsaðri ræðu á Alþingi. Það fyrsta sem kemur í hugann til samjöfnuðar er sjónvarpsviðtalið við forsætisráðherra á dögunum sem trúlega verður lengur geymt í sarpi minninganna en flest önnur. Skýrsla Hagfræðistofnunar dregur vel fram stöðu aðildarviðræðnanna. Á annað borðið er því réttilega lýst að það verður þraut að ná öllum markmiðum Íslands en á hitt borðið er ekkert útilokað í þeim efnum. Þar er líka að finna ágæta lýsingu á þekktum lagalegum hliðum Evrópusamvinnunnar og kunnum efnahagslegum aðstæðum í Evrópu. Það féll hins vegar utan við verkahring höfunda skýrslunnar að gera samanburð á efnahagsstöðu Íslands og Evrópusambandsríkjanna og mismunandi möguleikum Íslands og þeirra til að bæta stöðu sína. Fyrir utan mikilvægi pólitískrar samvinnu er þessi efnahagslegi samanburður eitt af því brýnasta sem menn þurfa að glöggva sig á áður en þjóðin gerir upp við sig hvar og hvernig hún vill tryggja stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Augljóst er að til hægðarauka hefði verið að hafa þennan samanburð í einni skýrslu. Það kallar þó ekki á aðra úttekt. Fyrir hinni hlið málsins er gerð afar góð grein í McKinsey-skýrslunni. Þarflegt er að lesa þessar tvær skýrslur til að fá þennan samanburð og sjá betur samhengi hlutanna.Vísbending um að eitthvað meira sé að Við nánari umhugsun verður að ganga út frá því sem vísu að utanríkisráðherra hafi ekki aðeins lesið skýrslu Hagfræðistofnunar í þaula heldur einnig McKinsey-skýrsluna. Annað væri óvirðing við hann. Að því gefnu er trauðla hægt að skýra þá ályktun sem utanríkisráðherra dró af skýrslu Hagfræðistofnunar með því einu að hann hafi verið golubelgdur þann daginn. Hitt er líklegra að ummælin séu vísbending um að eitthvað meira sé að í stjórn ríkisins. Ein alvarlegasta staðreyndin sem dregin er fram í McKinsey-skýrslunni er sú að framleiðni í þjóðarbúskapnum er langt fyrir neðan það sem gerist í helstu viðskiptaríkjunum. Reyndar kemur þar fram að framleiðni hér er nánast á plani við Grikkland. Aðeins sjávarútvegurinn stóðst alþjóðlegan samanburð í þessum efnum. Óþarfi er að minna á að framleiðni atvinnufyrirtækjanna er það sem úrslitum ræður í viðleitninni til að halda laununum sambærilegum við það sem best gerist. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra landsins sér ekki þennan vanda eftir lestur McKinsey-skýrslunnar. Við getum ekki dregið mikið fleiri tonn af fiski úr sjó. Gríðarleg tækifæri bíða aftur á móti til að gera meiri verðmæti úr sjávarfanginu. En til þess þarf gjaldgenga mynt og opnari aðgang að mörkuðum. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra sér ekki að hér eru hindranir í vegi. Málum er svo komið að íslensk sprotafyrirtæki verða annaðhvort að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja sjálf úr landi um leið og þau eignast viðskiptavini. Ástæðan er sú að Ísland á ekki gjaldgenga mynt. Það er eitthvað mikið að þegar þessi alvarlega staða er hulin augum utanríkisráðherra landsins. Á Írlandi hefur framlag útflutnings til hagvaxtar verið jákvætt eftir hrun. Hér hefur það verið neikvætt. Hagspár benda til að hagvöxtur næstu ár byggist á einkaneyslu en ekki sköpun verðmæta. Það er eitthvað mikið að þegar augu utanríkisráðherra eru lokuð fyrir þessum veruleika.Lýðræðið og menn úti í bæ Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð fengu alþjóðastofnun Háskólans til að gera skýrslu um aðildarviðræðurnar. Þær lúta sannarlega að mikilvægum hagsmunum launafólks og fyrirtækja. Von er á þeirri skýrslu í apríl. Nú hefur verið spurt hvort ekki væri rétt að bíða með ákvarðanir þar til sú skýrsla birtist. En utanríkisráðherra telur að ekki eigi að bíða eftir skýrslum sem pantaðar eru af mönnum úti í bæ. Um leið er látið að því liggja að Háskóli Íslands falbjóði skoðanir. Í flestum lýðræðisríkjum þykja menn úti í bæ jafn verðugir viðtals og hverjir aðrir. En utanríkisráðherra Íslands setur forystumenn launafólks og atvinnurekenda og háskólamenn í flokk með mönnum sem ekki þurfi að eiga orðastað við. Forsætisráðherra fyrri ríkisstjórnar afgreiddi fræðimenn og forystumenn launafólks og atvinnulífs ítrekað með sama hætti þegar stór mál voru í húfi. Það sýndi að eitthvað mikið var að. Að þessu leyti hefur lítið breyst með nýrri ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
„ESB er í raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmegandi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli.“ Að mati vefritsins Eyjunnar er þetta ein fréttnæmasta ályktunin sem utanríkisráðherra Íslands dró af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um stöðu aðildarviðræðnanna. Orðin féllu ekki af gáleysi. Þau eru kjarninn í rækilega hugsaðri ræðu á Alþingi. Það fyrsta sem kemur í hugann til samjöfnuðar er sjónvarpsviðtalið við forsætisráðherra á dögunum sem trúlega verður lengur geymt í sarpi minninganna en flest önnur. Skýrsla Hagfræðistofnunar dregur vel fram stöðu aðildarviðræðnanna. Á annað borðið er því réttilega lýst að það verður þraut að ná öllum markmiðum Íslands en á hitt borðið er ekkert útilokað í þeim efnum. Þar er líka að finna ágæta lýsingu á þekktum lagalegum hliðum Evrópusamvinnunnar og kunnum efnahagslegum aðstæðum í Evrópu. Það féll hins vegar utan við verkahring höfunda skýrslunnar að gera samanburð á efnahagsstöðu Íslands og Evrópusambandsríkjanna og mismunandi möguleikum Íslands og þeirra til að bæta stöðu sína. Fyrir utan mikilvægi pólitískrar samvinnu er þessi efnahagslegi samanburður eitt af því brýnasta sem menn þurfa að glöggva sig á áður en þjóðin gerir upp við sig hvar og hvernig hún vill tryggja stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Augljóst er að til hægðarauka hefði verið að hafa þennan samanburð í einni skýrslu. Það kallar þó ekki á aðra úttekt. Fyrir hinni hlið málsins er gerð afar góð grein í McKinsey-skýrslunni. Þarflegt er að lesa þessar tvær skýrslur til að fá þennan samanburð og sjá betur samhengi hlutanna.Vísbending um að eitthvað meira sé að Við nánari umhugsun verður að ganga út frá því sem vísu að utanríkisráðherra hafi ekki aðeins lesið skýrslu Hagfræðistofnunar í þaula heldur einnig McKinsey-skýrsluna. Annað væri óvirðing við hann. Að því gefnu er trauðla hægt að skýra þá ályktun sem utanríkisráðherra dró af skýrslu Hagfræðistofnunar með því einu að hann hafi verið golubelgdur þann daginn. Hitt er líklegra að ummælin séu vísbending um að eitthvað meira sé að í stjórn ríkisins. Ein alvarlegasta staðreyndin sem dregin er fram í McKinsey-skýrslunni er sú að framleiðni í þjóðarbúskapnum er langt fyrir neðan það sem gerist í helstu viðskiptaríkjunum. Reyndar kemur þar fram að framleiðni hér er nánast á plani við Grikkland. Aðeins sjávarútvegurinn stóðst alþjóðlegan samanburð í þessum efnum. Óþarfi er að minna á að framleiðni atvinnufyrirtækjanna er það sem úrslitum ræður í viðleitninni til að halda laununum sambærilegum við það sem best gerist. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra landsins sér ekki þennan vanda eftir lestur McKinsey-skýrslunnar. Við getum ekki dregið mikið fleiri tonn af fiski úr sjó. Gríðarleg tækifæri bíða aftur á móti til að gera meiri verðmæti úr sjávarfanginu. En til þess þarf gjaldgenga mynt og opnari aðgang að mörkuðum. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra sér ekki að hér eru hindranir í vegi. Málum er svo komið að íslensk sprotafyrirtæki verða annaðhvort að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja sjálf úr landi um leið og þau eignast viðskiptavini. Ástæðan er sú að Ísland á ekki gjaldgenga mynt. Það er eitthvað mikið að þegar þessi alvarlega staða er hulin augum utanríkisráðherra landsins. Á Írlandi hefur framlag útflutnings til hagvaxtar verið jákvætt eftir hrun. Hér hefur það verið neikvætt. Hagspár benda til að hagvöxtur næstu ár byggist á einkaneyslu en ekki sköpun verðmæta. Það er eitthvað mikið að þegar augu utanríkisráðherra eru lokuð fyrir þessum veruleika.Lýðræðið og menn úti í bæ Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð fengu alþjóðastofnun Háskólans til að gera skýrslu um aðildarviðræðurnar. Þær lúta sannarlega að mikilvægum hagsmunum launafólks og fyrirtækja. Von er á þeirri skýrslu í apríl. Nú hefur verið spurt hvort ekki væri rétt að bíða með ákvarðanir þar til sú skýrsla birtist. En utanríkisráðherra telur að ekki eigi að bíða eftir skýrslum sem pantaðar eru af mönnum úti í bæ. Um leið er látið að því liggja að Háskóli Íslands falbjóði skoðanir. Í flestum lýðræðisríkjum þykja menn úti í bæ jafn verðugir viðtals og hverjir aðrir. En utanríkisráðherra Íslands setur forystumenn launafólks og atvinnurekenda og háskólamenn í flokk með mönnum sem ekki þurfi að eiga orðastað við. Forsætisráðherra fyrri ríkisstjórnar afgreiddi fræðimenn og forystumenn launafólks og atvinnulífs ítrekað með sama hætti þegar stór mál voru í húfi. Það sýndi að eitthvað mikið var að. Að þessu leyti hefur lítið breyst með nýrri ríkisstjórn.