Englar alheimsins í beinni útsendingu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 10:00 Atli Rafn Sigurðarson fer með hlutverk Páls og nær heljartökum á áhorfendum með túlkun sinni. Mynd: Þjóðleikhúsið Bein sjónvarpsútsending verður á RÚV frá síðustu sýningu á Englum alheimsins í Þjóðleikhúsinu 30. mars. „Ég er stöðugt að fá tölvupósta frá fólki sem hefur verið að sjá sýninguna í annað eða þriðja sinn og hefur í hvert sinn séð nýja og nýja vinkla á henni,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfundur leikgerðar Engla alheimsins, spurður hvort ástæða sé til að sýna svo vinsæla sýningu í sjónvarpi, hvort allir hafi ekki þegar séð hana? „Auk þess kemur það fram í verkinu að Páll segist vera fæddur 30. mars 1949, daginn sem Ísland gekk í NATO. Þessi sýningardagur er því á 65 ára afmæli hans og aðildar okkar að því bandalagi,“ segir Þorleifur.Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóriLeikgerð Þorleifs og Símonar Birgissonar er byggð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar með sama nafni og það er Atli Rafn Sigurðarson sem fer með aðalhlutverkið, hlutverk Páls. Sýningin hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, gaf sýningunni fimm stjörnur og kallaði hana „fullkomna útfærslu á skáldsögunni“. Hún hlaut níu tilnefningar til Grímuverðlauna og hreppti þrenn verðlaun, meðal annars sem leikrit ársins. „Þetta eru náttúrulega Ólympíuleikar í leikhúsinu,“ segir Þorleifur. Sýningar á Englum alheimsins nálgast hundraðið og Þorleifur segir að leita þurfi ansi langt aftur í sögu Þjóðleikhússins til að finna eitthvað álíka. „Spurningin er náttúrulega hvort dramatísk sýning hafi nokkurn tíma í sögu Þjóðleikhússins átt slíkri velgengni að fagna. Það eru yfirleitt gamanleikir eða söngleikir sem ná slíkum vinsældum og það er ansi djarft að setja Engla alheimsins í annan hvorn þeirra flokka.“ Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bein sjónvarpsútsending verður á RÚV frá síðustu sýningu á Englum alheimsins í Þjóðleikhúsinu 30. mars. „Ég er stöðugt að fá tölvupósta frá fólki sem hefur verið að sjá sýninguna í annað eða þriðja sinn og hefur í hvert sinn séð nýja og nýja vinkla á henni,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfundur leikgerðar Engla alheimsins, spurður hvort ástæða sé til að sýna svo vinsæla sýningu í sjónvarpi, hvort allir hafi ekki þegar séð hana? „Auk þess kemur það fram í verkinu að Páll segist vera fæddur 30. mars 1949, daginn sem Ísland gekk í NATO. Þessi sýningardagur er því á 65 ára afmæli hans og aðildar okkar að því bandalagi,“ segir Þorleifur.Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóriLeikgerð Þorleifs og Símonar Birgissonar er byggð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar með sama nafni og það er Atli Rafn Sigurðarson sem fer með aðalhlutverkið, hlutverk Páls. Sýningin hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, gaf sýningunni fimm stjörnur og kallaði hana „fullkomna útfærslu á skáldsögunni“. Hún hlaut níu tilnefningar til Grímuverðlauna og hreppti þrenn verðlaun, meðal annars sem leikrit ársins. „Þetta eru náttúrulega Ólympíuleikar í leikhúsinu,“ segir Þorleifur. Sýningar á Englum alheimsins nálgast hundraðið og Þorleifur segir að leita þurfi ansi langt aftur í sögu Þjóðleikhússins til að finna eitthvað álíka. „Spurningin er náttúrulega hvort dramatísk sýning hafi nokkurn tíma í sögu Þjóðleikhússins átt slíkri velgengni að fagna. Það eru yfirleitt gamanleikir eða söngleikir sem ná slíkum vinsældum og það er ansi djarft að setja Engla alheimsins í annan hvorn þeirra flokka.“
Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira