Litlir hlutir geta snúið öllu á haus Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2014 13:30 Kristinn e. Hrafnsson Vendipunktar eru viðfangsefni sýningarinnar. Vísir/Pjetur „Titill sýningarinnar vísar í eitt verk, en samt eru vendipunktar eiginlegt viðfangsefni sýningarinnar,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður en sýning með nýjum verkum hans verður opnuð í dag í Hverfisgalleríi klukkan fimm. „Með nýju verkunum er ég að velta fyrir mér sjónarhornum sem við höfum á heiminn og hvernig þau geta skyndilega breyst við lítið inngrip – það þarf ekki mikið til að þau taki breytingum,“ bætir Kristinn við. „Það er eitthvað sem hefur áhrif á það hvernig við sjáum hlutina og hvaða stefnu við tökum í lífinu. Hlutir eins og lítil snerting eða lítil viðbrögð geta snúið öllu á haus og það eru hugsanlega vendipunktarnir,“ útskýrir Kristinn, en sýningin er einnig unnin út frá siglingarfræði og stjörnufræði og ólíkum sjónarhornum á heiminn. „Þetta eru í grunninn mjög einfaldar hugmyndir, en ég leitast við að varpa einhverju ljósi á það hvernig við, eða að minnsta kosti ég, lítum á heiminn, hvort við horfum á hann innan frá eða utan frá og hvað það er sem ræður því sjónarhorni. Þetta er um það að horfa á heiminn hreyfast,“ segir Kristinn að lokum. Sýningin stendur til 29. mars. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Titill sýningarinnar vísar í eitt verk, en samt eru vendipunktar eiginlegt viðfangsefni sýningarinnar,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður en sýning með nýjum verkum hans verður opnuð í dag í Hverfisgalleríi klukkan fimm. „Með nýju verkunum er ég að velta fyrir mér sjónarhornum sem við höfum á heiminn og hvernig þau geta skyndilega breyst við lítið inngrip – það þarf ekki mikið til að þau taki breytingum,“ bætir Kristinn við. „Það er eitthvað sem hefur áhrif á það hvernig við sjáum hlutina og hvaða stefnu við tökum í lífinu. Hlutir eins og lítil snerting eða lítil viðbrögð geta snúið öllu á haus og það eru hugsanlega vendipunktarnir,“ útskýrir Kristinn, en sýningin er einnig unnin út frá siglingarfræði og stjörnufræði og ólíkum sjónarhornum á heiminn. „Þetta eru í grunninn mjög einfaldar hugmyndir, en ég leitast við að varpa einhverju ljósi á það hvernig við, eða að minnsta kosti ég, lítum á heiminn, hvort við horfum á hann innan frá eða utan frá og hvað það er sem ræður því sjónarhorni. Þetta er um það að horfa á heiminn hreyfast,“ segir Kristinn að lokum. Sýningin stendur til 29. mars.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira