Saga mannsins með nærfatanafnið er lyginni líkust Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Bruno Banani braut blað í sögu Kyrrahafseyjunnar Tonga þegar hann renndi sér í Sotsjí um síðustu helgi. Vísir/Getty Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira