Sævar lét forsetann bíða eftir sér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2014 08:00 Sævar segir æfingar sínar í Sotsjí hafa gengið vel en hann keppir í 15 km sprettgöngu í dag. Mynd/Úr einkasafni „Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Sjá meira
„Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Sjá meira