Leiðin frá bernskunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Melasól, lambagras og fleiri fögur blóm skreyta umhverfi Reykjanesbrautar á sumardegi þegar að er gáð. Mynd/Einar Falur Ingólfsson „Reykjanesbraut er vegurinn sem ég hef ekið frá æsku því ég ólst upp á Suðurnesjum. Flestir þekkja bara malbikið og hraunbreiðuna í kring en fyrir sex, sjö árum ákvað ég að skoða betur hvaða heim væri að finna ef ég beygði út af,“ segir Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari sem opnar ljósmyndasýningu klukkan 18 í dag í galleríinu Listamenn við Skúlagötuna 32-34. Upphafið rekur hann til sýningarinnar Aftur sem hann vann árið 2007 fyrir Listasafn Reykjanesbæjar þar sem hann sneri aftur til æskuslóðanna.„Í kjölfarið ákvað ég að stækka verkefnið og taka alla þessa leið frá bernskunni til míns heims í dag og það vill svo til að það er Reykjanesbrautin,“ segir listamaðurinn sem stefnir að því að gera stóra bók með myndunum sem hann hefur tekið í nágrenni þessa fjölfarna vegar en sýnir nú fimmtán þeirra sem hann segir gefa ágæta vísbendingu um verkefnið. Nú eru líka ljósmyndadagar hér í Reykjavík og sýning Einars passar vel inn í þá dagskrá. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Reykjanesbraut er vegurinn sem ég hef ekið frá æsku því ég ólst upp á Suðurnesjum. Flestir þekkja bara malbikið og hraunbreiðuna í kring en fyrir sex, sjö árum ákvað ég að skoða betur hvaða heim væri að finna ef ég beygði út af,“ segir Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari sem opnar ljósmyndasýningu klukkan 18 í dag í galleríinu Listamenn við Skúlagötuna 32-34. Upphafið rekur hann til sýningarinnar Aftur sem hann vann árið 2007 fyrir Listasafn Reykjanesbæjar þar sem hann sneri aftur til æskuslóðanna.„Í kjölfarið ákvað ég að stækka verkefnið og taka alla þessa leið frá bernskunni til míns heims í dag og það vill svo til að það er Reykjanesbrautin,“ segir listamaðurinn sem stefnir að því að gera stóra bók með myndunum sem hann hefur tekið í nágrenni þessa fjölfarna vegar en sýnir nú fimmtán þeirra sem hann segir gefa ágæta vísbendingu um verkefnið. Nú eru líka ljósmyndadagar hér í Reykjavík og sýning Einars passar vel inn í þá dagskrá.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira