Seremónía í Salnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 14:00 Sigurður Bjarki, Una, Helga Þóra og Þórunn Ósk. Þetta er spennandi dagskrá. Blanda af glænýrri og hefðbundinni strengjakvartetts-tónlist,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari um efnisskrá tónleika í Salnum á sunnudaginn klukkan 16 með Strokkvartettinum Sigga. Þar verður frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, Seremónía, sem er fyrir rafmagnaðan strengjakvartett. „Við spilum mjög nákvæmt og mjög lágstemmt og svo erum við mögnuð upp. En afganginn af prógramminu spilum við órafmagnað,“ lýsir Una og á þar við tónverkið Langur skuggi eftir Hauk og strengjakvartettana ópus 76 eftir Joseph Haydn og númer 1 eftir Sergei Prokofjev sem Una segir allt ótrúlega flott stykki. Strokkvartettinn Siggi er, auk Unu, skipaður Helgu Þóru Björgvinsdóttur á fiðlu, Þórunni Ósk Marinósdóttur á víólu og Sigurði Bjarka Gunnarssyni á selló. Þau starfa öll hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Við spiluðum fyrst saman undir þessu nafni árið 2012 en höfum þekkst mun lengur og unnið saman í ýmsum verkefnum,“ segir Una, sem finnst nafn Sigga passa best á kvartettinn. Bent á að Una hefði verið ágætt líka segir hún hlæjandi: „Já, nema það er bara eins og stytting fyrir einhver alþjóðleg samtök.“ Menning Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta er spennandi dagskrá. Blanda af glænýrri og hefðbundinni strengjakvartetts-tónlist,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari um efnisskrá tónleika í Salnum á sunnudaginn klukkan 16 með Strokkvartettinum Sigga. Þar verður frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, Seremónía, sem er fyrir rafmagnaðan strengjakvartett. „Við spilum mjög nákvæmt og mjög lágstemmt og svo erum við mögnuð upp. En afganginn af prógramminu spilum við órafmagnað,“ lýsir Una og á þar við tónverkið Langur skuggi eftir Hauk og strengjakvartettana ópus 76 eftir Joseph Haydn og númer 1 eftir Sergei Prokofjev sem Una segir allt ótrúlega flott stykki. Strokkvartettinn Siggi er, auk Unu, skipaður Helgu Þóru Björgvinsdóttur á fiðlu, Þórunni Ósk Marinósdóttur á víólu og Sigurði Bjarka Gunnarssyni á selló. Þau starfa öll hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Við spiluðum fyrst saman undir þessu nafni árið 2012 en höfum þekkst mun lengur og unnið saman í ýmsum verkefnum,“ segir Una, sem finnst nafn Sigga passa best á kvartettinn. Bent á að Una hefði verið ágætt líka segir hún hlæjandi: „Já, nema það er bara eins og stytting fyrir einhver alþjóðleg samtök.“
Menning Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira