Merkilegt rit sem gefur innsýn í heim skrifarans 1. febrúar 2014 10:00 Rósa Þorsteinsdóttr Hún segir handrit Staðarhólsbókar rímna ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spássíunum. Fréttablaðið/Hrönn Þverhandarþykk skinnbók – Staðarhólsbók rímna nefnist erindi sem Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor hjá Árnastofnun, heldur á Bókasafni Akraness í dag klukkan 14. Kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveður þar líka rímur af sinni alkunnu snilld. Viðburðurinn er fyrsti dagskrárliðurinn í fjölbreyttri afmælisdagskrá bókasafnsins sem fagnar 150 ára afmæli í ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á bókasafninu er sýning er tengist verkefninu og hefur yfirskriftina Handritin alla leið heim. Þar má sjá nákvæma eftirgerð af Staðarhólsbók rímna. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt merkasta rímnahandrit þjóðarinnar. Í því eru 33 rímnaflokkar og það er meira en helmingurinn af þeim rímum sem varðveist hafa frá því fyrir 1600. Af þeim eru fjórtán rímnaflokkar sem eru hvergi til annars staðar,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir um þetta merka rit. Hún segir nafn þess dregið af því að Árni Magnússon handritasafnari hafi fengið það að gjöf frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum. „Pétur sendi einhvern með handritið til Árna á Alþing árið 1707,“ lýsir hún. Rósa segir handritið ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spásíunum. Þar séu til að mynda margir málshættir sem sumir hverjir lifi enn í dag, svo sem „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þeir eru greinilega ævagamlir. En er handritið allt skrifað af sama manninum og er vitað hver hann var? „Já, það er talið vitað. Þrír feðgar, allir miklir skrifarar, voru uppi í lok 16. aldar og byrjun þeirrar 17., Ari prestur á Stað í Súgandafirði og synir hans, Tómas og Jón. Það er til bók með sögum sem þeir skrifuðu allir þrír og með samanburði hefur Karl Óskar Ólafsson komist að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi skrifað alla Staðarhólsbók rímna. Tómas ávarpar líka sjálfan sig stundum í þessum spássíuklausum. Kvartar yfir blekinu, skriftinni og sjóninni. „Lítt temprast nú blekið fyrir þér gamli minn Tómas,“ stendur á einum stað og á öðrum stað er vísa þar sem nafnið hans er falið,“ segir Rósa. „Svo kemur fyrir setningin „Illt er að skrifa í útnyrðingi“ og „Úti það er að hún unni mér“. Handritið gefur þannig innsýn í heim og aðstæður skrifarans og þann tíma sem hann er uppi á.“ gun@frettabladid.is Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þverhandarþykk skinnbók – Staðarhólsbók rímna nefnist erindi sem Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor hjá Árnastofnun, heldur á Bókasafni Akraness í dag klukkan 14. Kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveður þar líka rímur af sinni alkunnu snilld. Viðburðurinn er fyrsti dagskrárliðurinn í fjölbreyttri afmælisdagskrá bókasafnsins sem fagnar 150 ára afmæli í ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á bókasafninu er sýning er tengist verkefninu og hefur yfirskriftina Handritin alla leið heim. Þar má sjá nákvæma eftirgerð af Staðarhólsbók rímna. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt merkasta rímnahandrit þjóðarinnar. Í því eru 33 rímnaflokkar og það er meira en helmingurinn af þeim rímum sem varðveist hafa frá því fyrir 1600. Af þeim eru fjórtán rímnaflokkar sem eru hvergi til annars staðar,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir um þetta merka rit. Hún segir nafn þess dregið af því að Árni Magnússon handritasafnari hafi fengið það að gjöf frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum. „Pétur sendi einhvern með handritið til Árna á Alþing árið 1707,“ lýsir hún. Rósa segir handritið ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spásíunum. Þar séu til að mynda margir málshættir sem sumir hverjir lifi enn í dag, svo sem „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þeir eru greinilega ævagamlir. En er handritið allt skrifað af sama manninum og er vitað hver hann var? „Já, það er talið vitað. Þrír feðgar, allir miklir skrifarar, voru uppi í lok 16. aldar og byrjun þeirrar 17., Ari prestur á Stað í Súgandafirði og synir hans, Tómas og Jón. Það er til bók með sögum sem þeir skrifuðu allir þrír og með samanburði hefur Karl Óskar Ólafsson komist að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi skrifað alla Staðarhólsbók rímna. Tómas ávarpar líka sjálfan sig stundum í þessum spássíuklausum. Kvartar yfir blekinu, skriftinni og sjóninni. „Lítt temprast nú blekið fyrir þér gamli minn Tómas,“ stendur á einum stað og á öðrum stað er vísa þar sem nafnið hans er falið,“ segir Rósa. „Svo kemur fyrir setningin „Illt er að skrifa í útnyrðingi“ og „Úti það er að hún unni mér“. Handritið gefur þannig innsýn í heim og aðstæður skrifarans og þann tíma sem hann er uppi á.“ gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira