„Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 00:01 Einar Kristinn Kristgeirsson keppir í svigi og stórsvigi í Sotsjí. Mynd/SKÍ „Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
„Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira