„Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 00:01 Einar Kristinn Kristgeirsson keppir í svigi og stórsvigi í Sotsjí. Mynd/SKÍ „Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
„Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira