Tíu tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2013 kynntar í gær Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 11:00 Þessi fríði hópur var í gær tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt verður eftir mánuð. Fréttablaðið/Valli Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan. Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan.
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira