Bubba barst hótunarbréf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 09:00 Bubbi fékk ónot þegar honum barst bréfið. Vísir/Andri Marinó „Ég er alls ekkert fúll yfir þessu en ég fékk smá ónot þegar ég fékk bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort þessi kona ætlaði að láta bloggherinn ræna af mér ærunni,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann er einn fjögurra dómara í hæfileikaþáttunum Ísland Got Talent sem fer í loftið á Stöð 2 seinna í mánuðinum. Bubba barst miður skemmtilegt bréf á dögunum frá keppanda sem var ósáttur við það að komast ekki áfram í þáttunum. „Málið var það að kona, sem ég vil ekki nafngreina, söng lag eftir Bob Dylan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Hún komst ekki áfram og skrifaði mér bréf sem var uppfullt af gríðarlegum vonbrigðum. Hún kallaði mig hrokagikk og sjálfhverfan og ég veit ekki hvað og hvað. Hún sagði að hún hefði einu sinni haft álit á mér en nú væri það farið út um gluggann. Þetta bréf var gríðarlega langt og hún sagðist hafa sungið þetta lag í tuttugu ár og aldrei nokkurn tímann fengið höfnun á flutninginn,“ segir Bubbi „Það eina sem ég sagði við hana þegar hún lauk flutningi sínum, ef ég man rétt, var: Nei, þetta er ekki fyrir mig. Hún hótaði að birta bréfið í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni. Í einu orði sagt geta vonbrigði, höfnun og reiði fólks orðið svo rosaleg að það blindar það,“ bætir Bubbi við. Hann ber engan kala til þessarar konu. „Ég skrifaði henni til baka og hvatti hana til að syngja áfram en að ég stæði við það að mér þætti hún ekki nógu góð. Mig minnir að ég hafi lokið svari mínu á orðunum ást og friður. Málið var samt sem áður að þetta var ósmekklegt bréf en ég fyrirgaf henni því ég vissi að þetta var skrifað í hita leiksins.“ Bubbi er ekki ókunnugur hæfileikakeppnum á borð við Ísland Got Talent því hann var einnig dómari í Idol-Stjörnuleit í denn. „Þetta er ekkert einsdæmi í svona þáttum. Í Idolinu hringdi fólk í mig, sérstaklega þegar það var komið í glas og hafði kjarkinn. Maður getur alltaf búist við því að keppendur missi sig í brjálæði og maður verður bara að taka því,“ segir Bubbi. Hann segist alls ekki vera illkvittinn dómari. „Ég er harður en sanngjarn.“ Ísland Got Talent Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
„Ég er alls ekkert fúll yfir þessu en ég fékk smá ónot þegar ég fékk bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort þessi kona ætlaði að láta bloggherinn ræna af mér ærunni,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann er einn fjögurra dómara í hæfileikaþáttunum Ísland Got Talent sem fer í loftið á Stöð 2 seinna í mánuðinum. Bubba barst miður skemmtilegt bréf á dögunum frá keppanda sem var ósáttur við það að komast ekki áfram í þáttunum. „Málið var það að kona, sem ég vil ekki nafngreina, söng lag eftir Bob Dylan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Hún komst ekki áfram og skrifaði mér bréf sem var uppfullt af gríðarlegum vonbrigðum. Hún kallaði mig hrokagikk og sjálfhverfan og ég veit ekki hvað og hvað. Hún sagði að hún hefði einu sinni haft álit á mér en nú væri það farið út um gluggann. Þetta bréf var gríðarlega langt og hún sagðist hafa sungið þetta lag í tuttugu ár og aldrei nokkurn tímann fengið höfnun á flutninginn,“ segir Bubbi „Það eina sem ég sagði við hana þegar hún lauk flutningi sínum, ef ég man rétt, var: Nei, þetta er ekki fyrir mig. Hún hótaði að birta bréfið í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni. Í einu orði sagt geta vonbrigði, höfnun og reiði fólks orðið svo rosaleg að það blindar það,“ bætir Bubbi við. Hann ber engan kala til þessarar konu. „Ég skrifaði henni til baka og hvatti hana til að syngja áfram en að ég stæði við það að mér þætti hún ekki nógu góð. Mig minnir að ég hafi lokið svari mínu á orðunum ást og friður. Málið var samt sem áður að þetta var ósmekklegt bréf en ég fyrirgaf henni því ég vissi að þetta var skrifað í hita leiksins.“ Bubbi er ekki ókunnugur hæfileikakeppnum á borð við Ísland Got Talent því hann var einnig dómari í Idol-Stjörnuleit í denn. „Þetta er ekkert einsdæmi í svona þáttum. Í Idolinu hringdi fólk í mig, sérstaklega þegar það var komið í glas og hafði kjarkinn. Maður getur alltaf búist við því að keppendur missi sig í brjálæði og maður verður bara að taka því,“ segir Bubbi. Hann segist alls ekki vera illkvittinn dómari. „Ég er harður en sanngjarn.“
Ísland Got Talent Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira