Eins og mýs á tilraunastofu Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. janúar 2014 11:00 Arnar Ómarsson MYND/Úr einkasafni „Við vorum búin að tala um samstarf í langan tíma, einhver ár. Loks small þetta allt saman. Við ákváðum að eyða þremur vikum í sama rýminu og á þann hátt þvinga okkur til að ávarpa hvort annað í verkunum,“ útskýrir Arnar Ómarsson listamaður um samstarfsverkefni sitt og Heklu Bjartar Helgadóttur, You draw me crazy. Verkefnið fer fram á þremur vikum í einu og sama herberginu í Árósum í Danmörku. Í verkefninu er Arnar viðfangsefni Heklu og Hekla er viðfangsefni Arnars. Hluti þess er að halda úti vefsíðu með daglegum uppfærslum. Þar setja þau inn myndefni sem þau vinna dag hvern út frá hvort öðru. „Það reynir á að eyða löngum tíma með einhverjum og sér í lagi þegar hinn einstaklingurinn er viðfangsefnið. Það er nóg um innblástur þar sem vinnustofan sem við dveljum í er á gömlu lestarstöðinni í Árósum, sem hefur verið breytt í lista- og menningarkommúnu í samstarfi við borgina,“ útskýrir Arnar. Verkefnið er opið fyrir óvæntum uppákomum og stefnubreytingum. „Okkur finnst mikilvægt að ferlið geti komið okkur á óvart og leyft okkur að fara leiðir sem við annars færum ekki. Við teiknum bæði og notum texta, en erum einnig með ákveðna tilhneigingu til gjörninga og myndbandsverka, svo við eigum margt sameiginlegt þótt stíllinn okkar sé gjörólíkur,“ segir Arnar.Hekla Björt Helgadóttir„Við hlógum að því fyrst að við værum eins og mýs á tilraunastofu fyrir hvort annað, þó að það sé ekkert fyndið við tilraunir á dýrum,“ útskýrir Hekla. „Við höfum hvort annað stöðugt fyrir sjónum og persónulegt svigrúm því af skornum skammti, eins og gefur að skilja,“ segir Hekla, létt í bragði. „Í ljós kemur að þegar maður skoðar aðra manneskju svo náið, kemst maður ekki hjá því að skoða sjálfan sig í leiðinni. Og þegar maður lærir svona mikið um einhvern annan, lærir maður heilmikið um sjálfan sig líka. Við þurfum að vera umburðarlynd og skilningsrík, því við förum ólíkar leiðir, og þess vegna verður áhugavert að sjá hvernig við miðlum hvort öðru á listrænu formi. Það er eiginlega eins og einhver sé að teikna upp landakort af manni, án þess að maður sé mikið með í ráðum,“ segir Hekla. „Heiti verkefnisins er því skemmtilegt, því við erum auðvitað stöðugt að draga upp myndir hvort af öðru, um leið og við reynum á þolrifin,“ segir Hekla. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við vorum búin að tala um samstarf í langan tíma, einhver ár. Loks small þetta allt saman. Við ákváðum að eyða þremur vikum í sama rýminu og á þann hátt þvinga okkur til að ávarpa hvort annað í verkunum,“ útskýrir Arnar Ómarsson listamaður um samstarfsverkefni sitt og Heklu Bjartar Helgadóttur, You draw me crazy. Verkefnið fer fram á þremur vikum í einu og sama herberginu í Árósum í Danmörku. Í verkefninu er Arnar viðfangsefni Heklu og Hekla er viðfangsefni Arnars. Hluti þess er að halda úti vefsíðu með daglegum uppfærslum. Þar setja þau inn myndefni sem þau vinna dag hvern út frá hvort öðru. „Það reynir á að eyða löngum tíma með einhverjum og sér í lagi þegar hinn einstaklingurinn er viðfangsefnið. Það er nóg um innblástur þar sem vinnustofan sem við dveljum í er á gömlu lestarstöðinni í Árósum, sem hefur verið breytt í lista- og menningarkommúnu í samstarfi við borgina,“ útskýrir Arnar. Verkefnið er opið fyrir óvæntum uppákomum og stefnubreytingum. „Okkur finnst mikilvægt að ferlið geti komið okkur á óvart og leyft okkur að fara leiðir sem við annars færum ekki. Við teiknum bæði og notum texta, en erum einnig með ákveðna tilhneigingu til gjörninga og myndbandsverka, svo við eigum margt sameiginlegt þótt stíllinn okkar sé gjörólíkur,“ segir Arnar.Hekla Björt Helgadóttir„Við hlógum að því fyrst að við værum eins og mýs á tilraunastofu fyrir hvort annað, þó að það sé ekkert fyndið við tilraunir á dýrum,“ útskýrir Hekla. „Við höfum hvort annað stöðugt fyrir sjónum og persónulegt svigrúm því af skornum skammti, eins og gefur að skilja,“ segir Hekla, létt í bragði. „Í ljós kemur að þegar maður skoðar aðra manneskju svo náið, kemst maður ekki hjá því að skoða sjálfan sig í leiðinni. Og þegar maður lærir svona mikið um einhvern annan, lærir maður heilmikið um sjálfan sig líka. Við þurfum að vera umburðarlynd og skilningsrík, því við förum ólíkar leiðir, og þess vegna verður áhugavert að sjá hvernig við miðlum hvort öðru á listrænu formi. Það er eiginlega eins og einhver sé að teikna upp landakort af manni, án þess að maður sé mikið með í ráðum,“ segir Hekla. „Heiti verkefnisins er því skemmtilegt, því við erum auðvitað stöðugt að draga upp myndir hvort af öðru, um leið og við reynum á þolrifin,“ segir Hekla.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira