Framkalla léttleika í sálinni í Salnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 10:00 Þær Guðrún, Petrea, Kristrún og Karen Erla voru að æfa Kettina þegar ljósmyndarann bar að garði. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru fyrstu hádegistónleikar ársins í Salnum og það sem einkennir þá er gleði,“ segir Guðrún Birgisdóttir, ein þeirra flautuleikara sem spila í Salnum í hádeginu í dag. Hún grínast með að ekki veiti af að framkalla léttleika í sálinni í sykurfallinu eftir hátíðarnar. „Það er víða mikið spilað af Vínarmúsík í tilefni nýja ársins, við erum bara með eina syrpu af henni á okkar tónleikum, eftir Johann Strauss yngri en svo erum við með eitt franskt verk, Ketti eftir Marc Berthomieu og annað ítalskt eftir Vivaldi sem heitir Gullfuglinn. Svo það snýst allt um dýr hjá okkur, leðurblöku, gullfugl og ketti!“ Í Flautukórnum eru tólf flautuleikarar sem taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi bæði með kennslu og tónleikum. Hann skipa að þessu sinni auk Guðrúnar þau Hafdís Vigfúsdóttir sem flytur einleik í Gullfuglinum, Jón Guðmundsson, Karen Erla Karólínudóttir, Kristrún H. Björnsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. „Þeir koma fram sem eru lausir á hverjum tíma og þetta er hópurinn sem var tilkippilegur núna. Hafdís er nýkomin úr löngu framhaldsnámi og það er gaman að hún skuli vilja spila fyrir okkur Gullfuglinn,“ segir Guðrún og er ánægð með að hópurinn skyldi komast í þessa tónleikaröð, enda segir hún mikið flautað í Kópavogi.Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 og gestum er boðið upp á te og kaffi áður en þeir byrja. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta eru fyrstu hádegistónleikar ársins í Salnum og það sem einkennir þá er gleði,“ segir Guðrún Birgisdóttir, ein þeirra flautuleikara sem spila í Salnum í hádeginu í dag. Hún grínast með að ekki veiti af að framkalla léttleika í sálinni í sykurfallinu eftir hátíðarnar. „Það er víða mikið spilað af Vínarmúsík í tilefni nýja ársins, við erum bara með eina syrpu af henni á okkar tónleikum, eftir Johann Strauss yngri en svo erum við með eitt franskt verk, Ketti eftir Marc Berthomieu og annað ítalskt eftir Vivaldi sem heitir Gullfuglinn. Svo það snýst allt um dýr hjá okkur, leðurblöku, gullfugl og ketti!“ Í Flautukórnum eru tólf flautuleikarar sem taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi bæði með kennslu og tónleikum. Hann skipa að þessu sinni auk Guðrúnar þau Hafdís Vigfúsdóttir sem flytur einleik í Gullfuglinum, Jón Guðmundsson, Karen Erla Karólínudóttir, Kristrún H. Björnsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. „Þeir koma fram sem eru lausir á hverjum tíma og þetta er hópurinn sem var tilkippilegur núna. Hafdís er nýkomin úr löngu framhaldsnámi og það er gaman að hún skuli vilja spila fyrir okkur Gullfuglinn,“ segir Guðrún og er ánægð með að hópurinn skyldi komast í þessa tónleikaröð, enda segir hún mikið flautað í Kópavogi.Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 og gestum er boðið upp á te og kaffi áður en þeir byrja.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira