Þetta er ekki saga glöðu hórunnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2014 09:00 Hera er búsett í London og hefur meðal annars leikið í sjónvarpsseríunni Da Vinci's Demons. Fréttablaðið/Íris Björk „Karakterinn minn er byggður á alls konar sögum sem við náðum að sanka að okkur en sérstaklega á tveimur manneskjum. Ég leik unga konu sem fer mjög vafasamar leiðir til að afla sér aukinna fjármuna,“ segir leikkonan Hera Hilmarsdóttir. Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Vonarstræti sem verður frumsýnd seinna á þessu ári. „Þessi karakter kemur úr fjölskyldu sem út á við virkar sem hin fullkomna fjölskylda og þar sem áhersla er lögð á að lifa eftir ákveðnum standard. Myndin gerist árið 2006 þar sem var kannski sérlega mikil pressa á að lifa á ákveðinn hátt og eiga hitt og þetta. Þessi stúlka stundar vændi á Íslandi og lifir tvöföldu lífi. Við notuðum sögu íslenskrar konu sem er til í raun og veru og ég veit ekki enn þann dag í dag hvort fjölskyldan hennar veit að hún stundaði vændi um tíma,“ segir Hera. Hún hitti ekki konuna beint heldur fékk hennar hlið í gegnum þriðja aðila en vann þar að auki mikla rannsóknarvinnu um vændi á Íslandi til að undirbúa sig fyrir hlutverkið. „Ég kynnti mér hvernig þessi heimur virkar og hvaða reglur gilda. Eins og maður getur. Ýmsir aðilar hafa unnið rannsóknarvinnu um vændi hér á landi og ég gat komist í alls konar efni tengt vændi á Íslandi. Fyrst þegar ég las handritið var ég efins um að þetta væri í alvöru í gangi og birtist í þessari mynd hjá íslenskum stelpum, auk þess sem ef að svo væri hvort að fólk myndi vilja heyra það, hvað þá sjá það. Það kom mér á óvart hve margar stelpur eru í þessu, sértaklega á þessum tíma sem myndin á að gerast þegar meiri beinni peningar voru í umferð. Stúlkur þurftu ekki að vera tengdar í undirheimana til að stunda vændi og leiddust kannski út í þetta af ástæðum alls ekki tengdum undirheimum landsins. Það hafa það allir svo gott hér að ég gat ekki ímyndað mér að þetta birtist í þessari mynd. Og þar að auki var og er þetta er stærri hópur en ég gat ímyndað mér,“ segir Hera. „Ég vil samt taka það fram að þetta er ekki saga glöðu hórunnar. Ég bjó til minn karakter og hennar sögu og fann ástæður til að láta söguna ganga upp. Mín vinna fólst fyrst og fremst í því að reyna að skilja þessa stelpu og ástæður gjarða hennar.“ Tökur á myndinni stóðu í tæpa tvo mánuði, fyrst á Íslandi og svo eyddi tökuliðið viku á Sardiníu á Ítalíu. Meðal annarra leikara í myndinni eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann en leikstjóri er Baldvin Z. „Það var mjög gaman í tökum. Við leikararnir vorum búnir að vinna mikla undirbúningsvinnu og þekktumst mjög vel. Það var gaman að vinna verkefni á þennan máta og vera kominn svona langt þegar tökur hófust, þá þurftum við ekki að kynnast og finna orkuna milli okkar fyrst á setti. Við þekktum líka Baldvin vel og það var gott að vinna með honum. Hann skapar svo góða stemningu á setti. Við enduðum tökuferlið á smá hópferð til Sardiníu. Þar tókum við upp útrásarsnekkjusenur, ef svo má að orði komast, sem eru mjög skemmtilegar.“ Hera er búsett í London og flýgur þangað á morgun. Þar tekur við spennandi verkefni sem hún getur lítið tjáð sig um. „Ég er að fara að leika í breskri gamanmynd sem er ekki byrjuð í tökum. Ég get ekkert sagt frá því strax en þetta er mjög fínt hlutverk.“ Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Karakterinn minn er byggður á alls konar sögum sem við náðum að sanka að okkur en sérstaklega á tveimur manneskjum. Ég leik unga konu sem fer mjög vafasamar leiðir til að afla sér aukinna fjármuna,“ segir leikkonan Hera Hilmarsdóttir. Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Vonarstræti sem verður frumsýnd seinna á þessu ári. „Þessi karakter kemur úr fjölskyldu sem út á við virkar sem hin fullkomna fjölskylda og þar sem áhersla er lögð á að lifa eftir ákveðnum standard. Myndin gerist árið 2006 þar sem var kannski sérlega mikil pressa á að lifa á ákveðinn hátt og eiga hitt og þetta. Þessi stúlka stundar vændi á Íslandi og lifir tvöföldu lífi. Við notuðum sögu íslenskrar konu sem er til í raun og veru og ég veit ekki enn þann dag í dag hvort fjölskyldan hennar veit að hún stundaði vændi um tíma,“ segir Hera. Hún hitti ekki konuna beint heldur fékk hennar hlið í gegnum þriðja aðila en vann þar að auki mikla rannsóknarvinnu um vændi á Íslandi til að undirbúa sig fyrir hlutverkið. „Ég kynnti mér hvernig þessi heimur virkar og hvaða reglur gilda. Eins og maður getur. Ýmsir aðilar hafa unnið rannsóknarvinnu um vændi hér á landi og ég gat komist í alls konar efni tengt vændi á Íslandi. Fyrst þegar ég las handritið var ég efins um að þetta væri í alvöru í gangi og birtist í þessari mynd hjá íslenskum stelpum, auk þess sem ef að svo væri hvort að fólk myndi vilja heyra það, hvað þá sjá það. Það kom mér á óvart hve margar stelpur eru í þessu, sértaklega á þessum tíma sem myndin á að gerast þegar meiri beinni peningar voru í umferð. Stúlkur þurftu ekki að vera tengdar í undirheimana til að stunda vændi og leiddust kannski út í þetta af ástæðum alls ekki tengdum undirheimum landsins. Það hafa það allir svo gott hér að ég gat ekki ímyndað mér að þetta birtist í þessari mynd. Og þar að auki var og er þetta er stærri hópur en ég gat ímyndað mér,“ segir Hera. „Ég vil samt taka það fram að þetta er ekki saga glöðu hórunnar. Ég bjó til minn karakter og hennar sögu og fann ástæður til að láta söguna ganga upp. Mín vinna fólst fyrst og fremst í því að reyna að skilja þessa stelpu og ástæður gjarða hennar.“ Tökur á myndinni stóðu í tæpa tvo mánuði, fyrst á Íslandi og svo eyddi tökuliðið viku á Sardiníu á Ítalíu. Meðal annarra leikara í myndinni eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann en leikstjóri er Baldvin Z. „Það var mjög gaman í tökum. Við leikararnir vorum búnir að vinna mikla undirbúningsvinnu og þekktumst mjög vel. Það var gaman að vinna verkefni á þennan máta og vera kominn svona langt þegar tökur hófust, þá þurftum við ekki að kynnast og finna orkuna milli okkar fyrst á setti. Við þekktum líka Baldvin vel og það var gott að vinna með honum. Hann skapar svo góða stemningu á setti. Við enduðum tökuferlið á smá hópferð til Sardiníu. Þar tókum við upp útrásarsnekkjusenur, ef svo má að orði komast, sem eru mjög skemmtilegar.“ Hera er búsett í London og flýgur þangað á morgun. Þar tekur við spennandi verkefni sem hún getur lítið tjáð sig um. „Ég er að fara að leika í breskri gamanmynd sem er ekki byrjuð í tökum. Ég get ekkert sagt frá því strax en þetta er mjög fínt hlutverk.“
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira