Með mannbrodda til taks í bílnum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 09:00 Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda og hafa til taks til að tryggja öryggi farþega minna, segir Ómar Djermoun. Frettablaðið/Ómar „Við höfum ákveðið að láta sandbera göngustíga við Gullfoss annað er ekki forsvaranlegt“? segir Ólafur Arnar Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Gríðarleg hálka hefur verið á neðra bílaplaninu og á göngustígum í grennd við fossinn síðustu vikur. Fjöldi ferðamanna hefur dottið í hálkunni og nokkrir slasast. Ólafur Arnar segir að Umhverfisstofnun og sveitafélagið Bláskógabyggð ætli að hafa samvinnu um hálkuvarnirnar. Sveitarfélagið ætli að leggja sitt af mörkum svo vegir verði mokaðir. Umhverfisstofnun ætli að sjá um að láta sandbera göngustíga. „Það verður farið í að hálkuverja á næstu dögum,“ segir Ólafur Arnar. Hann segir að ekki sé ljóst hvað hálkuvarnirnar komi til með að kosta en segir að þetta séu ekki aðstæður sem hægt sé að bjóða upp á lengur. Landeigendafélagið við Geysi sér um að hálkuverja stíga á hverasvæðinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að innan þjóðgarðsins hafi stígar verið sandbornir. ?Um leið og við fengum ábendingar um að stígarnir væru orðnir hálir, ákváðum við að bregðast við og sandbera þá. Við erum að sandbera mun meira en við höfum gert undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda til að hafa til taks í bílunum hjá mér. Þetta er eitt af því sem ég geri til að tryggja öryggi farþega minna,“ segir Ómar Djermoun framkvæmdastjóri Icelimo Luxury Travel. það hefur verið mikil hálka í vetur og mannbroddarnir hafa komið að góðum notum. „Margir þeirra sem ferðast með okkur hafa aldrei stigið á svell í lífinu áður, því skiptir miklu máli að hafa svona búnað,“ segir Ómar. Hann segist oft vera spurður af því af öðrum hvers vegna hann sé að eyða peningum í mannbrodda. „Ég svara alltaf að ég sé að eyða í öryggi,“ segir hann. „Maður græðir á því að fólki líði vel,“ bætir hann við. Hann segir að það sé oft gaman að sjá svipinn á hans farþegum þegar þeir ganga hála stíga styrkum fótum á meðan aðrir séu stöðugt að renna til. Ómar segir að mannbroddar kosti sitt, góðir broddar kosti 16 þúsund parið en það sé hægt að fá afslátt ef maður kaupir þá í einhverju magni. Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Við höfum ákveðið að láta sandbera göngustíga við Gullfoss annað er ekki forsvaranlegt“? segir Ólafur Arnar Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Gríðarleg hálka hefur verið á neðra bílaplaninu og á göngustígum í grennd við fossinn síðustu vikur. Fjöldi ferðamanna hefur dottið í hálkunni og nokkrir slasast. Ólafur Arnar segir að Umhverfisstofnun og sveitafélagið Bláskógabyggð ætli að hafa samvinnu um hálkuvarnirnar. Sveitarfélagið ætli að leggja sitt af mörkum svo vegir verði mokaðir. Umhverfisstofnun ætli að sjá um að láta sandbera göngustíga. „Það verður farið í að hálkuverja á næstu dögum,“ segir Ólafur Arnar. Hann segir að ekki sé ljóst hvað hálkuvarnirnar komi til með að kosta en segir að þetta séu ekki aðstæður sem hægt sé að bjóða upp á lengur. Landeigendafélagið við Geysi sér um að hálkuverja stíga á hverasvæðinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að innan þjóðgarðsins hafi stígar verið sandbornir. ?Um leið og við fengum ábendingar um að stígarnir væru orðnir hálir, ákváðum við að bregðast við og sandbera þá. Við erum að sandbera mun meira en við höfum gert undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda til að hafa til taks í bílunum hjá mér. Þetta er eitt af því sem ég geri til að tryggja öryggi farþega minna,“ segir Ómar Djermoun framkvæmdastjóri Icelimo Luxury Travel. það hefur verið mikil hálka í vetur og mannbroddarnir hafa komið að góðum notum. „Margir þeirra sem ferðast með okkur hafa aldrei stigið á svell í lífinu áður, því skiptir miklu máli að hafa svona búnað,“ segir Ómar. Hann segist oft vera spurður af því af öðrum hvers vegna hann sé að eyða peningum í mannbrodda. „Ég svara alltaf að ég sé að eyða í öryggi,“ segir hann. „Maður græðir á því að fólki líði vel,“ bætir hann við. Hann segir að það sé oft gaman að sjá svipinn á hans farþegum þegar þeir ganga hála stíga styrkum fótum á meðan aðrir séu stöðugt að renna til. Ómar segir að mannbroddar kosti sitt, góðir broddar kosti 16 þúsund parið en það sé hægt að fá afslátt ef maður kaupir þá í einhverju magni.
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira