Föl, þreytt og úthaldslaus Teitur Guðmundsson skrifar 7. janúar 2014 06:00 Líkaminn er merkilegur fyrir margra hluta sakir, sérstaklega kannski þó hvað hann hefur mikla hæfileika til að aðlagast hinum ýmsu aðstæðum. Ekki má gleyma andanum sem til viðbótar getur gert okkur næstum ósigrandi. Þegar líkami og sál eru í jafnvægi líður okkur vel og við treystum okkur í hvað sem er. Stundum færumst við of mikið í fang og líkaminn lætur okkur vita að við þurfum hvíld til að hlaða batteríin og takast á við næstu áskorun, hvort sem hún er líkamleg eða andleg. Það er eðlilegt að þurfa að hvíla sig eftir átök, sömuleiðis að verða móður þegar maður hleypur eða reynir mikið á sig. Sumir finna fyrir hjartslætti en það er mikilvægt að greina á milli þess og óreglutakts sem er ástæða til að láta skoða. Þú ert venjulega ekki í neinum vandræðum með að hlaupa nokkra kílómetra án þess að blása úr nös, en núna er eitthvað breytt. Þá finnur þú líka fyrir svima við áreynslu og jafnvel brjóstverkjum. Auk þess hafa vinir þínir sagt þér að þú sért eitthvað fölur upp á síðkastið og þú ert stöðugt þreyttur þrátt fyrir að hafa ekkert verið að reyna á þig, skrítið?Fjöldamargar ástæður Það geta verið fjöldamargar ástæður fyrir þessum einkennum og sannarlega er nauðsynlegt að reyna að átta sig betur á þeim. Það getur verið bæði einföld og flókin skýring á þessu, en hvaða undirliggjandi orsök sem kann að vera byggja þessi einkenni mögulega á blóðleysi. Það er mjög algengt vandamál hjá konum sem eru með miklar blæðingar svo dæmi sé tekið. Sumar þeirra finna fyrir skorti á bætiefnum sem hamla því að mynda nægjanlega mikið af rauðum blóðkornum, en þau eru nauðsynleg til að flytja súrefni. Ef líkaminn fær ekki nægjanlegt súrefni hefur hann ekki orku til að framkvæma það sem við ætlumst til af honum. Blóðleysi getur verið skyndilegt, sem fer þó yfirleitt ekki fram hjá þeim sem í því lendir, en einnig langvarandi og læðist aftan að viðkomandi með öllum þeim einkennum sem ég lýsti að ofan án þess að einstaklingurinn taki eftir því almennilega í fyrstu. Það eru nokkrar mismunandi ástæður fyrir slíku: of lítil framleiðsla vegna járn- eða B12-vítamínskorts, en bæði efni eru nauðsynleg til að geta myndað eðlilegt magn af blóði. Því er konum með miklar blæðingar ráðlagt að nota járn við slíkar aðstæður.Láttu skoða þig! Margir krónískir sjúkdómar geta valdið blóðleysi og eru ýmsar ástæður fyrir því en oftast nær hafa þeir áhrif á framleiðslu rauðra blóðkorna og má þar telja krabbamein, bólgusjúkdóma og ýmsa ónæmissjúkdóma en fyrsta birtingarmynd getur einmitt verið slappleiki, þreyta og óljós einkenni svo nauðsynlegt er að grandskoða slíka sjúklinga. Þá geta langvinnir nýrnasjúkdómar haft áhrif með því að framleiða of lítið af hormóni sem er nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi rauðra blóðkorna. Sýkingar geta einnig skemmt fyrir sem og einnig lyf á þann veg að mergstarfsemi truflast og ekki má gleyma þeim blóðsjúkdómum sem eru arfgengir og geta eytt rauðum blóðkornum undir ákveðnum kringumstæðum. Mikilvægt er að átta sig á því að blóðleysi getur verið einkenni alvarlegs sjúkdóms hjá báðum kynjum og er auðvelt að greina það sem slíkt, öllu flóknara getur verið að átta sig á raunverulegri orsök og stundum getur slíkt verið fyrirboði alvarlegra veikinda. Ef þú finnur fyrir óútskýrðri þreytu og slappleika ættirðu að leita læknis og láta taka blóðprufu. Það er einföld, örugg og ódýr leið til að útiloka að þú glímir við blóðleysi. Meðferðin byggir svo að sjálfsögðu á því hvaða undirliggjandi vanda er glímt við hverju sinni. Það er ekkert eðlilegt við það að vera fölur, þreyttur og úthaldslaus, láttu skoða þig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Líkaminn er merkilegur fyrir margra hluta sakir, sérstaklega kannski þó hvað hann hefur mikla hæfileika til að aðlagast hinum ýmsu aðstæðum. Ekki má gleyma andanum sem til viðbótar getur gert okkur næstum ósigrandi. Þegar líkami og sál eru í jafnvægi líður okkur vel og við treystum okkur í hvað sem er. Stundum færumst við of mikið í fang og líkaminn lætur okkur vita að við þurfum hvíld til að hlaða batteríin og takast á við næstu áskorun, hvort sem hún er líkamleg eða andleg. Það er eðlilegt að þurfa að hvíla sig eftir átök, sömuleiðis að verða móður þegar maður hleypur eða reynir mikið á sig. Sumir finna fyrir hjartslætti en það er mikilvægt að greina á milli þess og óreglutakts sem er ástæða til að láta skoða. Þú ert venjulega ekki í neinum vandræðum með að hlaupa nokkra kílómetra án þess að blása úr nös, en núna er eitthvað breytt. Þá finnur þú líka fyrir svima við áreynslu og jafnvel brjóstverkjum. Auk þess hafa vinir þínir sagt þér að þú sért eitthvað fölur upp á síðkastið og þú ert stöðugt þreyttur þrátt fyrir að hafa ekkert verið að reyna á þig, skrítið?Fjöldamargar ástæður Það geta verið fjöldamargar ástæður fyrir þessum einkennum og sannarlega er nauðsynlegt að reyna að átta sig betur á þeim. Það getur verið bæði einföld og flókin skýring á þessu, en hvaða undirliggjandi orsök sem kann að vera byggja þessi einkenni mögulega á blóðleysi. Það er mjög algengt vandamál hjá konum sem eru með miklar blæðingar svo dæmi sé tekið. Sumar þeirra finna fyrir skorti á bætiefnum sem hamla því að mynda nægjanlega mikið af rauðum blóðkornum, en þau eru nauðsynleg til að flytja súrefni. Ef líkaminn fær ekki nægjanlegt súrefni hefur hann ekki orku til að framkvæma það sem við ætlumst til af honum. Blóðleysi getur verið skyndilegt, sem fer þó yfirleitt ekki fram hjá þeim sem í því lendir, en einnig langvarandi og læðist aftan að viðkomandi með öllum þeim einkennum sem ég lýsti að ofan án þess að einstaklingurinn taki eftir því almennilega í fyrstu. Það eru nokkrar mismunandi ástæður fyrir slíku: of lítil framleiðsla vegna járn- eða B12-vítamínskorts, en bæði efni eru nauðsynleg til að geta myndað eðlilegt magn af blóði. Því er konum með miklar blæðingar ráðlagt að nota járn við slíkar aðstæður.Láttu skoða þig! Margir krónískir sjúkdómar geta valdið blóðleysi og eru ýmsar ástæður fyrir því en oftast nær hafa þeir áhrif á framleiðslu rauðra blóðkorna og má þar telja krabbamein, bólgusjúkdóma og ýmsa ónæmissjúkdóma en fyrsta birtingarmynd getur einmitt verið slappleiki, þreyta og óljós einkenni svo nauðsynlegt er að grandskoða slíka sjúklinga. Þá geta langvinnir nýrnasjúkdómar haft áhrif með því að framleiða of lítið af hormóni sem er nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi rauðra blóðkorna. Sýkingar geta einnig skemmt fyrir sem og einnig lyf á þann veg að mergstarfsemi truflast og ekki má gleyma þeim blóðsjúkdómum sem eru arfgengir og geta eytt rauðum blóðkornum undir ákveðnum kringumstæðum. Mikilvægt er að átta sig á því að blóðleysi getur verið einkenni alvarlegs sjúkdóms hjá báðum kynjum og er auðvelt að greina það sem slíkt, öllu flóknara getur verið að átta sig á raunverulegri orsök og stundum getur slíkt verið fyrirboði alvarlegra veikinda. Ef þú finnur fyrir óútskýrðri þreytu og slappleika ættirðu að leita læknis og láta taka blóðprufu. Það er einföld, örugg og ódýr leið til að útiloka að þú glímir við blóðleysi. Meðferðin byggir svo að sjálfsögðu á því hvaða undirliggjandi vanda er glímt við hverju sinni. Það er ekkert eðlilegt við það að vera fölur, þreyttur og úthaldslaus, láttu skoða þig!
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun