Rauð eins og blóð á íslensku 6. janúar 2014 12:00 Bókaflokkur Salla Simukka um Mjallhvíti hefur hlotið ótrúlegar viðtökur. Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók finnska höfundarins Salla Simukka, Rauð eins og blóð, sem farið hefur sigurför um heiminn. Bókin kemur út næsta haust í þýðingu Erlu Elíasdóttur. Rétt fyrir jól hlaut finnski höfundurinn Salla Simukka „Finland Prize 2013“ fyrir alþjóðlega velgengni spennubókaflokks fyrir unglinga sem kenndur er við Mjallhvíti. Verðlaunin nema 26.000 evrum og skiptust að þessu sinni á milli sjö finnskra listamanna sem þóttu skara fram úr á árinu, í heimalandi sínu eða alþjóðlega. Fyrstu tvær bækurnar úr bókaflokknum eru komnar út í Finnlandi og nutu báðar mikilla vinsælda. Eftirtektarverðast þykir þó að áður en fyrsta bókin var komin út í Finnlandi höfðu fjölmargir erlendir útgefendur tryggt sér þýðingarréttinn að bókaflokknum. Nú hefur rétturinn verið seldur til 37 landa og enginn finnskur höfundur hefur notið jafn skjótrar og mikillar alþjóðlegrar hylli og Salla Simukka. Salla Simukka stundaði nám í norrænum málvísindum, finnsku, bókmenntafræði, skapandi skrifum og kvennafræðum í háskólanum í Turku. Fyrsta bók hennar, ástarsagan Þegar englarnir líta undan (Kun enkelit katsovat muualle), kom út 2002 og áratug síðar komu framtíðartryllarnir Engin slóð (Jäljellä) og Annarstaðar (Toisaalla), en fyrir þá fékk Salla Topelius-verðlaunin 2013. En það var ekki fyrr en hún kynnti Mjallhvítarþríleikinn til leiks sem athygli erlendra útgefenda vaknaði. Fyrsta bókin, Rauð eins og blóð, kom út í Finnlandi vorið 2013 og miðbókin, Hvít eins og snjór, fylgdi í kjölfarið strax um haustið. Menning Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók finnska höfundarins Salla Simukka, Rauð eins og blóð, sem farið hefur sigurför um heiminn. Bókin kemur út næsta haust í þýðingu Erlu Elíasdóttur. Rétt fyrir jól hlaut finnski höfundurinn Salla Simukka „Finland Prize 2013“ fyrir alþjóðlega velgengni spennubókaflokks fyrir unglinga sem kenndur er við Mjallhvíti. Verðlaunin nema 26.000 evrum og skiptust að þessu sinni á milli sjö finnskra listamanna sem þóttu skara fram úr á árinu, í heimalandi sínu eða alþjóðlega. Fyrstu tvær bækurnar úr bókaflokknum eru komnar út í Finnlandi og nutu báðar mikilla vinsælda. Eftirtektarverðast þykir þó að áður en fyrsta bókin var komin út í Finnlandi höfðu fjölmargir erlendir útgefendur tryggt sér þýðingarréttinn að bókaflokknum. Nú hefur rétturinn verið seldur til 37 landa og enginn finnskur höfundur hefur notið jafn skjótrar og mikillar alþjóðlegrar hylli og Salla Simukka. Salla Simukka stundaði nám í norrænum málvísindum, finnsku, bókmenntafræði, skapandi skrifum og kvennafræðum í háskólanum í Turku. Fyrsta bók hennar, ástarsagan Þegar englarnir líta undan (Kun enkelit katsovat muualle), kom út 2002 og áratug síðar komu framtíðartryllarnir Engin slóð (Jäljellä) og Annarstaðar (Toisaalla), en fyrir þá fékk Salla Topelius-verðlaunin 2013. En það var ekki fyrr en hún kynnti Mjallhvítarþríleikinn til leiks sem athygli erlendra útgefenda vaknaði. Fyrsta bókin, Rauð eins og blóð, kom út í Finnlandi vorið 2013 og miðbókin, Hvít eins og snjór, fylgdi í kjölfarið strax um haustið.
Menning Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira