Rickie Fowler reynslunni ríkari eftir viðburðaríkt ár Kári Örn Hinriksson skrifar 31. desember 2014 20:00 Rickie Fowler á Opna breska meistaramótinu í sumar. AP Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira