Verður Fred Couples næsti fyrirliði Bandaríkjamanna í Rydernum? 20. desember 2014 23:00 Couples er mjög vinsæll kylfingur. AP Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira