Muhammad Ali, ein mesta goðsögnin í bardagabransanum, liggur nú á sjúkrahúsi vegna vægrar lungnabólgu samkvæmt talsmanni hans.
Bob Gunnell, talsmaður Ali, segir að Ali sé í stöðugu ástandi, en hann glímir við Parkinson veikina.
„Spárnar eru góðar," sagði Gunnell, en Ali er ráðlagt að dvelja lengur á sjúkrahúsinu. Gunnell gaf ekkert meira upp um horfur Ali.
Ali greindist með Parkinson veikina árið 1984, þremur árum eftir að hann hætti í boxinu. Ali er þrefaldur meistari í þungavigt, en hann keppti alls 61 bardaga og tapaði einungis fimm.
Ali lagður inn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn