Skreytir til að gleðja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2014 20:45 „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna. vísir/pjetur Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is Jólafréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is
Jólafréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum