Tesla Roadster aftur í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2014 11:36 Tesla Roadster. Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent
Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent