Herbert Guðmundsson notar Season All á jólaöndina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. desember 2014 13:49 Söngvarinn góðkunni, Herbert Guðmundsson, er ekki við eina fjölina felldur. Hann er ekki bara þekktur lagasmiður og söngvari, heldur er hann líka liðtækur í eldhúsinu. Á jólunum býður hann fjölskyldu sinni upp á önd, en ástæða þess að Herbert hefur önd á boðstólnum er sú að hann var heltekinn af ævintýrinu Litla stúlkan með eldspýturnar. „Þegar ég var lítill var ég alveg gagntekinn af þessu ævintýri H.C. Andersen. Og mig minnir að ég hafi séð bíómynd eða teiknimynd með ævintýrinu þar sem stúlkan notaði síðustu eldspýtuna sína til þess að sjá hvað ríka fólkið var að borða. Þar var önd á boðstólnum. Ég hef því önd í jólamatinn til heiðurs stúlkunni,“ segir Herbert og útskýrir hvernig hann kryddar jólaöndina: „Ég nota Season All sem ég kaupi í Bandaríkjunum. Síðast þegar ég var þar, í sumar, keypti ég meira af kryddinu. Síðan nota ég krydd frá McCormick sem heitir Total Seasonings for Chicken & Fish og smá Kød og Grill frá Knorr. Þetta svínvirkar alveg.“ En kryddið er þó ekki eina leyndarmálið á bakvið hina bragðgóðu jólaönd. „Ég fylli hana með alveg geðveikri stöffingu. Í hana nota ég brauð, egg, lauk, gula, græna papriku og sitthvað fleira. Ég krydda hana líka alveg sérstaklega. Strákarnir mínu hafa alltaf verið alveg vitlausir í stöffinguna.“ Hér að neðan má sjá jólaönd Herberts og kryddin sem hann notar. Jólafréttir Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Söngvarinn góðkunni, Herbert Guðmundsson, er ekki við eina fjölina felldur. Hann er ekki bara þekktur lagasmiður og söngvari, heldur er hann líka liðtækur í eldhúsinu. Á jólunum býður hann fjölskyldu sinni upp á önd, en ástæða þess að Herbert hefur önd á boðstólnum er sú að hann var heltekinn af ævintýrinu Litla stúlkan með eldspýturnar. „Þegar ég var lítill var ég alveg gagntekinn af þessu ævintýri H.C. Andersen. Og mig minnir að ég hafi séð bíómynd eða teiknimynd með ævintýrinu þar sem stúlkan notaði síðustu eldspýtuna sína til þess að sjá hvað ríka fólkið var að borða. Þar var önd á boðstólnum. Ég hef því önd í jólamatinn til heiðurs stúlkunni,“ segir Herbert og útskýrir hvernig hann kryddar jólaöndina: „Ég nota Season All sem ég kaupi í Bandaríkjunum. Síðast þegar ég var þar, í sumar, keypti ég meira af kryddinu. Síðan nota ég krydd frá McCormick sem heitir Total Seasonings for Chicken & Fish og smá Kød og Grill frá Knorr. Þetta svínvirkar alveg.“ En kryddið er þó ekki eina leyndarmálið á bakvið hina bragðgóðu jólaönd. „Ég fylli hana með alveg geðveikri stöffingu. Í hana nota ég brauð, egg, lauk, gula, græna papriku og sitthvað fleira. Ég krydda hana líka alveg sérstaklega. Strákarnir mínu hafa alltaf verið alveg vitlausir í stöffinguna.“ Hér að neðan má sjá jólaönd Herberts og kryddin sem hann notar.
Jólafréttir Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira