Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2014 13:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira