Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. desember 2014 15:22 Veiðimenn ísdorga í við Reynisvatn í dag Frostið sem hefur séð til þess að flestir landsmenn fá nú góða hreyfingu á morgnana við að skafa af bílinum er líka farið að opna fyrir möguleikum á ísdorgi. Það er hægt að stunda ísdorg við nokkur vötn á landinu og þeir sem hafa t.d. verið duglegir með Veiðikortið geta skoðað inná síðunni hjá þeim hvaða vötn þar eru innan þess þar sem mögulegt er að stunda ísdorg. Ísdorg er mjög skemmtilegt og veiðin getur verið fín þegar vel hittir á en eitt er víst að veiðimenn þurfa að vera vel búnir til að þola kuldann þessa dagana. Sé meður vel útbúinn, með heitt á könnunni, koll til að sitja á og allar græjur fyrir dorgveiðina er þetta klárlega veiðiskapur sem fleiri ættu að prófa. Við kíktum í stutta heimsókn upp á Reynisvatn í gullfallegu veðri í dag og þar voru veiðimenn að dorga. Veiðin var ágæt en nóg er af fiski í vatninu frá því í sumar og var ekki annað að sjá á þeim sem veiddust í morgun að þeir væru vel haldnir. Stangveiði Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði
Frostið sem hefur séð til þess að flestir landsmenn fá nú góða hreyfingu á morgnana við að skafa af bílinum er líka farið að opna fyrir möguleikum á ísdorgi. Það er hægt að stunda ísdorg við nokkur vötn á landinu og þeir sem hafa t.d. verið duglegir með Veiðikortið geta skoðað inná síðunni hjá þeim hvaða vötn þar eru innan þess þar sem mögulegt er að stunda ísdorg. Ísdorg er mjög skemmtilegt og veiðin getur verið fín þegar vel hittir á en eitt er víst að veiðimenn þurfa að vera vel búnir til að þola kuldann þessa dagana. Sé meður vel útbúinn, með heitt á könnunni, koll til að sitja á og allar græjur fyrir dorgveiðina er þetta klárlega veiðiskapur sem fleiri ættu að prófa. Við kíktum í stutta heimsókn upp á Reynisvatn í gullfallegu veðri í dag og þar voru veiðimenn að dorga. Veiðin var ágæt en nóg er af fiski í vatninu frá því í sumar og var ekki annað að sjá á þeim sem veiddust í morgun að þeir væru vel haldnir.
Stangveiði Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði