Gunnar Nelson segir í viðtali við breska blaðið Telegraph að hann hafi ekki áhuga á að færa sig niður um þyngdarflokk þó svo hann auðveldlega gæti það.
Gunnar, sem keppir í veltivigt í UFC-bardagadeildinni, hefur náð góðum árangri á ferlinum en hann tapaði sínum fyrsta atvinnumannabardaga er hann mætti Rick Story í október.
Fjölmargir bardagakappar kjósa að létta sig mikið fyrir bardaga sína til að halda sér í ákveðnum þyngdarflokki. Gunnar hefur hins vegar kosið að halda sér í sinni kjörþyngd og keppa í veltivigt.
„Ég gæti auðveldlega komist í léttvigtina miðað við það sem liðsfélagar mínir og hvað þeir gerast til að ná sínum þyngdarflokki,“ sagði Gunnar í viðtalinu. „En ég nýt þess að borða og vil síður svelta mig.“
Gunnar segist aðeins hafa horft einu sinni á bardagann gegn Story. „Ég horfði á hann sama kvöld og við komum til baka. Það er eina skiptið. Annars hef ég reynt að draga lærdóm af reynslunni - hvað ég man og hvernig mér leið.“
Hann segir enn fremur að hann stefni á að snúa aftur seint í febrúar eða í byrjun mars en viðtalið ítarlega við Gunnar má lesa hér.
Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn