Mazda og Citroën bílar lækka í verði Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2014 12:30 Mazda CX-5 kostar nú 5.490.000 krónur. Mazda á Íslandi og Citroën á Íslandi hafa lækkað verð á öllum nýjum bílum vegna fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Við breytingarnar lækkar virðisaukaskatturinn úr 25,5% í 24% sem þýðir um 1,2% lækkun á verði nýrra bíla. Þess má geta að hlunnindaskattur lækkar einnig sem þessu nemur. Sem dæmi um verðlækkun nýrra Mazda bíla má nefna Mazda CX-5 sem var á 5.590.000 kr. en er nú frá 5.490.000 kr. Eins má nefna Mazda2 sem var á verði frá 2.190.000 kr. en er nú frá 2.150.000 kr. Mazda3 var áður frá 3.190.000 kr. en er nú frá 3.140.000 kr. Citroën á Íslandi hefur lækkað verð á bæði fólksbílum og sendibílum. Sem dæmi um Citroën fólksbíla má nefna Citroën C4 Cactus sem var á 2.830.000 kr. en er nú frá 2.690.000 kr. Eins má nefna 7 manna Citroën Grand C4 Picasso sem var á verði frá 4.390.000 kr. en er nú á 4.330.000 kr. Citroën C3 var áður frá 2.250.000 kr. en er nú frá 2.190.000 kr. Eins og sjá má er verðlækkunin í einhverjum tilfellum meiri en 1,2%. Sendbílalína Citroën lækkar einnig en sem dæmi má nefna að ódýrasti sendibíllinn á markaðnum Citroën Nemo dísil lækkar úr 2.590.000 kr. m.vsk í 2.550.000 kr. m.vsk. og Citroën Berlingo lækkar úr 2.990.000 kr. m.vsk í 2.950.000 kr. m.vsk. Brimborg hvetur áhugasama að líta við í reynsluakstur og njóta góðs af verðlækkunum. Brimborg tekur allar tegundir bíla upp í nýja bíla. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent
Mazda á Íslandi og Citroën á Íslandi hafa lækkað verð á öllum nýjum bílum vegna fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Við breytingarnar lækkar virðisaukaskatturinn úr 25,5% í 24% sem þýðir um 1,2% lækkun á verði nýrra bíla. Þess má geta að hlunnindaskattur lækkar einnig sem þessu nemur. Sem dæmi um verðlækkun nýrra Mazda bíla má nefna Mazda CX-5 sem var á 5.590.000 kr. en er nú frá 5.490.000 kr. Eins má nefna Mazda2 sem var á verði frá 2.190.000 kr. en er nú frá 2.150.000 kr. Mazda3 var áður frá 3.190.000 kr. en er nú frá 3.140.000 kr. Citroën á Íslandi hefur lækkað verð á bæði fólksbílum og sendibílum. Sem dæmi um Citroën fólksbíla má nefna Citroën C4 Cactus sem var á 2.830.000 kr. en er nú frá 2.690.000 kr. Eins má nefna 7 manna Citroën Grand C4 Picasso sem var á verði frá 4.390.000 kr. en er nú á 4.330.000 kr. Citroën C3 var áður frá 2.250.000 kr. en er nú frá 2.190.000 kr. Eins og sjá má er verðlækkunin í einhverjum tilfellum meiri en 1,2%. Sendbílalína Citroën lækkar einnig en sem dæmi má nefna að ódýrasti sendibíllinn á markaðnum Citroën Nemo dísil lækkar úr 2.590.000 kr. m.vsk í 2.550.000 kr. m.vsk. og Citroën Berlingo lækkar úr 2.990.000 kr. m.vsk í 2.950.000 kr. m.vsk. Brimborg hvetur áhugasama að líta við í reynsluakstur og njóta góðs af verðlækkunum. Brimborg tekur allar tegundir bíla upp í nýja bíla.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent