Flughált á Suðurlandsvegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:02 „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af,“ segir Guðmundur Vignir. Mynd/Guðmundur Vignir Steinsson Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur. Veður Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur.
Veður Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira