Margir sálufélagar? sigga dögg skrifar 16. desember 2014 11:00 Vísir/Getty Fólk hefur ýmsar hugmyndir um ástina og fleygir gjarnan fram fullyrðingum eins og „þú ert sálufélaginn minn“, „við erum sköpuð fyrir hvort annað“. Hugmyndin um sálufélaga á meira skylt við óraunverulegt ævintýri en hversdagsleika sambanda. Það getur nefnilega verkað líkt og dauðadómur á sambönd að trúa því að einhver annar beri ábyrgð á þinni eigin hamingju eða að hlutirnir bara „reddist“ því stjörnurnar hafi ákveðið að þig eigið að vera saman. Í raunveruleikanum þá lýkur leitinni að hamingju ekki með því að finna sér maka að eilífu, eða þetta sígilda, „hamingjusöm til æviloka“. Það er raunhæfara að líta á maka sem ferðafélaga þar sem lífið er ferðalag. Stundum gengur vel og stundum illa. Hættan við að hugsa um makann sem sálufélaga er að það gefur til kynna að ástin sé fullkomin og ekkert geti útaf brugðið þegar veruleikinn er allt annar. Þó er gott að hafa það hugfast að fólk á misvel saman og hentar því hvort öðru misvel. Hér er spurningakönnun þar sem þú getur metið sambandið og fengið endurgjöf um hversu vel það stendur. Það þarf að hlúa að ástinni, sjálfum sér og makanum og það að kalla ást vinnu getur verið misvísandi. Sumir hjakka í lélegu sambandi útaf trúnni á sálufélagann og að nú þurfi bara að vinna harðar, meira og betur. Þetta er þó ekki alltaf svo og staðreynd málsins er að ekki ganga öll sambönd upp og lifa hamingjusöm til æviloka. Þú getur tekið annað prófið hér og séð hvar þú stendur gagnvart sambandinu þínu og makanum. Heilsa Tengdar fréttir Elskendur eða vinir? Viðhorf þitt gagnvart maka þínum og ástarsambandinu ykkar getur skipt sköpum fyrir hamingju ykkar og velgengni. 6. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið
Fólk hefur ýmsar hugmyndir um ástina og fleygir gjarnan fram fullyrðingum eins og „þú ert sálufélaginn minn“, „við erum sköpuð fyrir hvort annað“. Hugmyndin um sálufélaga á meira skylt við óraunverulegt ævintýri en hversdagsleika sambanda. Það getur nefnilega verkað líkt og dauðadómur á sambönd að trúa því að einhver annar beri ábyrgð á þinni eigin hamingju eða að hlutirnir bara „reddist“ því stjörnurnar hafi ákveðið að þig eigið að vera saman. Í raunveruleikanum þá lýkur leitinni að hamingju ekki með því að finna sér maka að eilífu, eða þetta sígilda, „hamingjusöm til æviloka“. Það er raunhæfara að líta á maka sem ferðafélaga þar sem lífið er ferðalag. Stundum gengur vel og stundum illa. Hættan við að hugsa um makann sem sálufélaga er að það gefur til kynna að ástin sé fullkomin og ekkert geti útaf brugðið þegar veruleikinn er allt annar. Þó er gott að hafa það hugfast að fólk á misvel saman og hentar því hvort öðru misvel. Hér er spurningakönnun þar sem þú getur metið sambandið og fengið endurgjöf um hversu vel það stendur. Það þarf að hlúa að ástinni, sjálfum sér og makanum og það að kalla ást vinnu getur verið misvísandi. Sumir hjakka í lélegu sambandi útaf trúnni á sálufélagann og að nú þurfi bara að vinna harðar, meira og betur. Þetta er þó ekki alltaf svo og staðreynd málsins er að ekki ganga öll sambönd upp og lifa hamingjusöm til æviloka. Þú getur tekið annað prófið hér og séð hvar þú stendur gagnvart sambandinu þínu og makanum.
Heilsa Tengdar fréttir Elskendur eða vinir? Viðhorf þitt gagnvart maka þínum og ástarsambandinu ykkar getur skipt sköpum fyrir hamingju ykkar og velgengni. 6. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið
Elskendur eða vinir? Viðhorf þitt gagnvart maka þínum og ástarsambandinu ykkar getur skipt sköpum fyrir hamingju ykkar og velgengni. 6. ágúst 2014 14:00