Fjölskyldan í Reykjavíkurhöfn: Heldur kyrru fyrir í seglskútunni í óveðrinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. desember 2014 00:43 Fjölskyldan ætlar að gista í skútunni í nótt. Vísir/Vilhelm Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“ Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“
Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira