Fjölskyldan í Reykjavíkurhöfn: Heldur kyrru fyrir í seglskútunni í óveðrinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. desember 2014 00:43 Fjölskyldan ætlar að gista í skútunni í nótt. Vísir/Vilhelm Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“ Veður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“
Veður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira