Hvassviðri víðast hvar á landinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2014 14:57 vísir/ernir Töluvert hvassviðri gengur nú yfir landið. Vindhraði á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á bilinu 10-20 metrar á sekúndu og fór mest í 22 metra á sekúndu við Reykjavíkurflugvöll. Eftir því sem líða tekur á daginn verður hvassast við suðausturströndina og annesjum norðvestantil, eða allt að 23 metrar á sekúndu. Veðri tekur líklega að lægja í fyrramálið. „Það gengur á með hvössum éljum núna og mun gera í kvöld og í nótt en á morgun verður vindur heldur hægari og minni él, en það verður éljagangur núna næsta sólarhringinn. Þetta er hvassviðri með éljagangi sem er að ganga yfir landið en byrjar vestantil. Nú er víða rigning en það á að fara að kólna í kvöld með éljagangi víða og verður hiti í kringum frostmark.,“ segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þá er reiknað með vaxandi hríðarveðri á flestum fjallvegum frá Lyngdalsheiði og Hellisheiði í suðri, allt norður á Öxnadalsheiði, en þar fer veður versnandi síðdegis.Færð og aðstæður Á Suðurlandi eru víða hálkublettir þó er Reykjanesið greiðfært. Á Holtavörðuheiðinni eru hálkublettir en snjóþekja á Bröttubrekku. Hálka er í Svínadal. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en í djúpinu eru hálkublettir. Hálka, hálkublettir og snjókoma eru víða á sunnanverðum Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á Dynjandisheiði og þæfingsfærð í Trostansfirði. Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi. Á Austurlandi eru hálkublettir á stöku fjallvegum en annars greiðfært. Hálkublettir eru einnig á Suðausturlandi. Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Töluvert hvassviðri gengur nú yfir landið. Vindhraði á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á bilinu 10-20 metrar á sekúndu og fór mest í 22 metra á sekúndu við Reykjavíkurflugvöll. Eftir því sem líða tekur á daginn verður hvassast við suðausturströndina og annesjum norðvestantil, eða allt að 23 metrar á sekúndu. Veðri tekur líklega að lægja í fyrramálið. „Það gengur á með hvössum éljum núna og mun gera í kvöld og í nótt en á morgun verður vindur heldur hægari og minni él, en það verður éljagangur núna næsta sólarhringinn. Þetta er hvassviðri með éljagangi sem er að ganga yfir landið en byrjar vestantil. Nú er víða rigning en það á að fara að kólna í kvöld með éljagangi víða og verður hiti í kringum frostmark.,“ segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þá er reiknað með vaxandi hríðarveðri á flestum fjallvegum frá Lyngdalsheiði og Hellisheiði í suðri, allt norður á Öxnadalsheiði, en þar fer veður versnandi síðdegis.Færð og aðstæður Á Suðurlandi eru víða hálkublettir þó er Reykjanesið greiðfært. Á Holtavörðuheiðinni eru hálkublettir en snjóþekja á Bröttubrekku. Hálka er í Svínadal. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en í djúpinu eru hálkublettir. Hálka, hálkublettir og snjókoma eru víða á sunnanverðum Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á Dynjandisheiði og þæfingsfærð í Trostansfirði. Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi. Á Austurlandi eru hálkublettir á stöku fjallvegum en annars greiðfært. Hálkublettir eru einnig á Suðausturlandi.
Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira