Tiger: Get ekki slegið jafn langt og ungu strákarnir Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 13:45 Tiger Woods snýr aftur á morgun. vísir/getty Tiger Woods segist enn geta keppt við þá bestu í golfinu og unnið mót þrátt fyrir að geta ekki lengur slegið jafn langt og margir kylfingar. Þessi 38 ára gamli fyrrverandi besti kylfingur heims snýr aftur á völlinn eftir meiðsli á morgun þegar hann keppir á heimsmótinu í Flórída. „Tíminn hefur ekki enn verið sigraður og auðvitað getur maður ekki gert sömu hluti og maður gat áður gert. Ég get ekki slegið jafn langt og sumir af þessum ungum strákum gera. En það eru til aðrar leiðir til að vinna þegar maður er orðinn gamall,“ segir Tiger. „Maður þarf ekki að vera líkamlega sterkari en allir þegar maður keppir í golfi. Maður þarf bara að mæta og spila. Ég er ekki orðinn fertugur þannig ég hef enn tíma.“ Tiger vann fjórtánda risamótið sitt árið 2008 en hefur ekki unnið slíkt síðan. Það verður alltaf ólíklegra að hann bæti met Jack Nicklaus sem vann átján risamót á sínum ferli. Tiger varð af toppsæti heimslistans þegar allt sprakk í loft upp í einkalífi hans, en hann sneri aftur með stæl í fyrra og endurheimti toppsætið. Hann vann fimm mót árið 2013 og var kjörinn kylfingur ársins í ellefta sinn á ferlinum. Árið í ár hefur aftur á móti verið hreinasta hörmung hjá Tiger. Hann vann ekki eitt mót og var aðeins einu sinni á meðal 25 efstu á PGA-móti. Hann lauk síðan leik á PGA-meistaramótinu þegar hann meiddist illa. „Mér líður mög vel núna. Ég fór í gegnum alvöru endurhæfingu. Ég þarf bara að slá fleiri bolta, en ég finn ekki fyrir jafn miklum sársauka,“ segir Tiger Woods. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods segist enn geta keppt við þá bestu í golfinu og unnið mót þrátt fyrir að geta ekki lengur slegið jafn langt og margir kylfingar. Þessi 38 ára gamli fyrrverandi besti kylfingur heims snýr aftur á völlinn eftir meiðsli á morgun þegar hann keppir á heimsmótinu í Flórída. „Tíminn hefur ekki enn verið sigraður og auðvitað getur maður ekki gert sömu hluti og maður gat áður gert. Ég get ekki slegið jafn langt og sumir af þessum ungum strákum gera. En það eru til aðrar leiðir til að vinna þegar maður er orðinn gamall,“ segir Tiger. „Maður þarf ekki að vera líkamlega sterkari en allir þegar maður keppir í golfi. Maður þarf bara að mæta og spila. Ég er ekki orðinn fertugur þannig ég hef enn tíma.“ Tiger vann fjórtánda risamótið sitt árið 2008 en hefur ekki unnið slíkt síðan. Það verður alltaf ólíklegra að hann bæti met Jack Nicklaus sem vann átján risamót á sínum ferli. Tiger varð af toppsæti heimslistans þegar allt sprakk í loft upp í einkalífi hans, en hann sneri aftur með stæl í fyrra og endurheimti toppsætið. Hann vann fimm mót árið 2013 og var kjörinn kylfingur ársins í ellefta sinn á ferlinum. Árið í ár hefur aftur á móti verið hreinasta hörmung hjá Tiger. Hann vann ekki eitt mót og var aðeins einu sinni á meðal 25 efstu á PGA-móti. Hann lauk síðan leik á PGA-meistaramótinu þegar hann meiddist illa. „Mér líður mög vel núna. Ég fór í gegnum alvöru endurhæfingu. Ég þarf bara að slá fleiri bolta, en ég finn ekki fyrir jafn miklum sársauka,“ segir Tiger Woods.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira