Rússar banna texta og myndefni rokkhljómsveitar Orri Freyr Rúnarsson skrifar 3. desember 2014 14:10 Rússneskur dómstóll hefur nú bannað texta og myndefni frá bandarísku dauðarokksveitinni Cannibal Corpse en íbúar í bænum Ulfa kvörtuðu undan hljómsveitinni og sögðu hana hafa skaðleg áhrif á geðheilsu barna. Var sérstaklega talað um ofbeldislýsingar, líkamlega og andleg misnotkun á bæði mönnum og dýrum, morð, sjálfsvíg og fleira sem koma fram í textum og myndefni frá hljómsveitinni. Ekki er þó búið að banna tónlist Cannibal Corpse en bannað er að þýða texta þeirra yfir á rússnesku. Þá eru umslögin á plötum þeirra bönnuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin lendir í veseni í Rússlandi en lögreglan stöðvaði tónleika hljómsveitarinnar í október síðastliðnum og hótaði að vísa þeim úr landi. Lesendur breska tímaritsins NME hafa nú valið frumburð Royal Blood sem plötur ársins árið 2014. Í sömu könnun var lagið Lazaretto með Jack White valið besta lag ársins. Meðlimir Royal Blood voru að vonum ánægðir með viðurkenninguna og sögðu í yfirlýsingu að þetta sé búið að vera ótrúlegt ár fyrir þá og viðurkenning lesenda NME sé rúsínan í pysluendanum. Saxafónleikarinn Bobby Keys lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. En Bobby Keys er þekktastur fyrir að vera náinn samstarfsmaður Rolling Stones og hefur hann spilað reglulega með hljómsveitinni síðan árið 1969. Í yfirlýsingu sem The Rolling Stones sendu frá sér segjast þeir vera eyðilagðir yfir því að vinur þeirra og samstarfsmaður sé nú látinn. En hann hafi gefið hljómsveitinni einstakan hljóm og verður sárt saknað. Þá sendi Keith Richards sérstaka kveðju þar sem hann sagðist hafa misst einn besta vin sinn og geti hann ekki lýst sorg sinni. Eins og venja er hefur hljómsveitin The Killers nú sent frá sér jólalag, en það hafa þeir gert á hverju ári síðustu níu jól. Lagið í ár heitir Joel the Lump of Coal og var það tekið upp í samstarfi við bandaríska spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmell. Allur ágóði lagsins rennur til rannsókna á alnæmi. Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan. Harmageddon Mest lesið Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Ofsóttur af Boko Haram - óvelkominn á Íslandi Harmageddon Morrissey kærir NME Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Brennivín til Bandaríkjanna Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon
Rússneskur dómstóll hefur nú bannað texta og myndefni frá bandarísku dauðarokksveitinni Cannibal Corpse en íbúar í bænum Ulfa kvörtuðu undan hljómsveitinni og sögðu hana hafa skaðleg áhrif á geðheilsu barna. Var sérstaklega talað um ofbeldislýsingar, líkamlega og andleg misnotkun á bæði mönnum og dýrum, morð, sjálfsvíg og fleira sem koma fram í textum og myndefni frá hljómsveitinni. Ekki er þó búið að banna tónlist Cannibal Corpse en bannað er að þýða texta þeirra yfir á rússnesku. Þá eru umslögin á plötum þeirra bönnuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin lendir í veseni í Rússlandi en lögreglan stöðvaði tónleika hljómsveitarinnar í október síðastliðnum og hótaði að vísa þeim úr landi. Lesendur breska tímaritsins NME hafa nú valið frumburð Royal Blood sem plötur ársins árið 2014. Í sömu könnun var lagið Lazaretto með Jack White valið besta lag ársins. Meðlimir Royal Blood voru að vonum ánægðir með viðurkenninguna og sögðu í yfirlýsingu að þetta sé búið að vera ótrúlegt ár fyrir þá og viðurkenning lesenda NME sé rúsínan í pysluendanum. Saxafónleikarinn Bobby Keys lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. En Bobby Keys er þekktastur fyrir að vera náinn samstarfsmaður Rolling Stones og hefur hann spilað reglulega með hljómsveitinni síðan árið 1969. Í yfirlýsingu sem The Rolling Stones sendu frá sér segjast þeir vera eyðilagðir yfir því að vinur þeirra og samstarfsmaður sé nú látinn. En hann hafi gefið hljómsveitinni einstakan hljóm og verður sárt saknað. Þá sendi Keith Richards sérstaka kveðju þar sem hann sagðist hafa misst einn besta vin sinn og geti hann ekki lýst sorg sinni. Eins og venja er hefur hljómsveitin The Killers nú sent frá sér jólalag, en það hafa þeir gert á hverju ári síðustu níu jól. Lagið í ár heitir Joel the Lump of Coal og var það tekið upp í samstarfi við bandaríska spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmell. Allur ágóði lagsins rennur til rannsókna á alnæmi. Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan.
Harmageddon Mest lesið Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Ofsóttur af Boko Haram - óvelkominn á Íslandi Harmageddon Morrissey kærir NME Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Brennivín til Bandaríkjanna Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon