Krókódíll drap kylfing í Suður-Afríku 5. desember 2014 22:00 vísir/getty Harmleikur varð á golfvelli í Suður-Afríku í gær. Þá fór einn kylfingur ógætilega með þeim afleiðingum að hann lést. Hinn 29 ára gamli Jacques van der Sandt var að leita að kúlum ofan í skurði. Hann stóð í vatni sem náði honum upp að mitti og var að slægja botninn eftir kúlum. Hann hefði betur sleppt því þar sem krókódíll beið hans í vatninu. Dýrið gómaði hann og synti á brott með Van der Sandt í kjaftinum. Líkið og krókódíllinn fundust tveim tímum síðar. Krókódíllinn var aflífaður. Líkið var illa farið þó útlimir væru allir á sínum stað. Golfvöllurinn er í þekktum þjóðgarði í Suður-Afríku. Van der Sandt var sonur starfsmanns garðsins til margra ára. Hinn látni þekkti því vel til og hafði áður séð krókódíla í skurðinum. Þrátt fyrir það fór hann þangað út í. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Harmleikur varð á golfvelli í Suður-Afríku í gær. Þá fór einn kylfingur ógætilega með þeim afleiðingum að hann lést. Hinn 29 ára gamli Jacques van der Sandt var að leita að kúlum ofan í skurði. Hann stóð í vatni sem náði honum upp að mitti og var að slægja botninn eftir kúlum. Hann hefði betur sleppt því þar sem krókódíll beið hans í vatninu. Dýrið gómaði hann og synti á brott með Van der Sandt í kjaftinum. Líkið og krókódíllinn fundust tveim tímum síðar. Krókódíllinn var aflífaður. Líkið var illa farið þó útlimir væru allir á sínum stað. Golfvöllurinn er í þekktum þjóðgarði í Suður-Afríku. Van der Sandt var sonur starfsmanns garðsins til margra ára. Hinn látni þekkti því vel til og hafði áður séð krókódíla í skurðinum. Þrátt fyrir það fór hann þangað út í.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira