Jordan Spieth sigraði örugglega á Hero World Challenge 7. desember 2014 23:53 Jordan Spieth var vel að sigrinum kominn. AP Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira