Koenigsegg ætlar sér metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 10:36 Koenigsegg One:1 ofurbíllinn er 1.341 hestöfl. Fá montmetin í bílaheiminum eru eftirsóknarverðari en brautarmetin á Nürburgring akstursbrautinni þýsku. Eins og er á Porsche 918 Spyder hraðametið á þessari braut, eða 6 mínútur og 57 sekúndur og McLaren segist einnig hafa náð undir 7 mínútum á P1 bíl sínum, en vill ekki staðfesta nákvæman tíma. Svo viss er Svíinn Christian von Koenigsegg um að hann geti bætt þessa tíma að hann ætlar ekki að gera það eini sinni, heldur tvisvar. Til þess ætlar hann að nota tvo af ofurbílum sínum. Fyrst ætlar hann að þeysa Koenigsegg Agera R um brautina og setja nýtt met. Agera R er léttari og aflmeiri bíll en Porsche 918 Spyder. Þegar metinu er náð hyggst Koenigsegg síðan mæta með One:1 bíl sinn og rústa metinu aftur. Koenigsegg á vona á að sá bíll muni ná brautartíma kringum 6:40. One:1 er 1.341 hestöfl og hann vegur 1.341 kíló og skýrir það út nafnið á bílnum. Forvitnilegt verður að sjá hvort Koenigsegg stendur við stóru orðinPorsche 918 Spyder á núgildandi brautarmet á Nürburgring brautinni. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent
Fá montmetin í bílaheiminum eru eftirsóknarverðari en brautarmetin á Nürburgring akstursbrautinni þýsku. Eins og er á Porsche 918 Spyder hraðametið á þessari braut, eða 6 mínútur og 57 sekúndur og McLaren segist einnig hafa náð undir 7 mínútum á P1 bíl sínum, en vill ekki staðfesta nákvæman tíma. Svo viss er Svíinn Christian von Koenigsegg um að hann geti bætt þessa tíma að hann ætlar ekki að gera það eini sinni, heldur tvisvar. Til þess ætlar hann að nota tvo af ofurbílum sínum. Fyrst ætlar hann að þeysa Koenigsegg Agera R um brautina og setja nýtt met. Agera R er léttari og aflmeiri bíll en Porsche 918 Spyder. Þegar metinu er náð hyggst Koenigsegg síðan mæta með One:1 bíl sinn og rústa metinu aftur. Koenigsegg á vona á að sá bíll muni ná brautartíma kringum 6:40. One:1 er 1.341 hestöfl og hann vegur 1.341 kíló og skýrir það út nafnið á bílnum. Forvitnilegt verður að sjá hvort Koenigsegg stendur við stóru orðinPorsche 918 Spyder á núgildandi brautarmet á Nürburgring brautinni.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent