Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Gissur Sigurðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. desember 2014 11:01 Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis. Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum. Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum.
Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira