Innlent

Snjómokstur gengið hægar en vanalega í Reykjavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búið er að ryðja allar stofnbrautir og er nú unnið að því að ryðja húsagötur.
Búið er að ryðja allar stofnbrautir og er nú unnið að því að ryðja húsagötur. Vísir/Pjetur
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa verið úti síðan klukkan 4 í nótt við snjóhreinsun og söltun. Fyrir klukkan 8 í morgun var búið að ryðja allar stofnbrautir og helstu hjólreiðaleiðir en hreinsun gekk hægar en vanalega þar sem snjórinn er þungur í sér.

Verið er að vinna í að ryðja húsagötur núna og verður haldið áfram í því í allan dag, að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Þá bendir hann á að íbúar geti komið ábendingum áleiðis til borgarinnar í gegnum vefinn, til dæmis um lélegan snjómokstur. Ábendingavefinn má finna hér.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur umferðin gengið vel fyrir sig það sem af er degi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×