Innlent

Fárviðri á Vestfjörðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ansi öflug lægð er nú við strendur Íslands.
Ansi öflug lægð er nú við strendur Íslands.
Veðurstofa Íslands hefur varað við norðaustan fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum fram á kvöld. Vindur mun fara yfir 30 metra á sekúndu.

„Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur,“ sagði veðurfræðingurinn Birta Líf á Bylgjunni í dag.

Hún sagði að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum.

„Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“

Mögulegt er að fylgjast með storminum á gagnvirku korti Nullschool hér að neðan.


earth



Fleiri fréttir

Sjá meira


×