Stenson varði titilinn í Dubai 23. nóvember 2014 13:19 Stenson elskar að spila í Dubai AP Henrik Stenson valdi góðan tíma til þess að verja sinn fyrsta titil á ferlinum en hann sigraði á DP World Tour Championship í Dubai sem kláraðist í dag. Mótið er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á ári hverju en fyrir hringinn deildi Stenson forystunni með Spánverjanum Rafa Cabrera-Bello á 14 höggum undir pari. Sá síðarnefndi höndlaði ekki pressuna og spilaði sig úr mótinu á seinni níu holunum á lokahringnum með tveimur tvöföldum skollum í röð. Það leit líka út fyrir að pressan væri að ná til Stenson á tímabili á lokahringum en eftir að hafa fengið þrjá fugla snemma á hringnum fékk hann skolla á áttundu holu og tvöfaldan skolla á þá elleftu. Það setti aldeilis spennu í mótið en Rory Mcilroy skilaði inn hring upp á 68 högg eða fjóra undir pari til þess að jafna við Stenson sem átti þó nokkrar holur óleiknar. Sá sænski nældi sér þá í tvo fugla á síðustu tveimur holunum til þess að sigra mótið annað árið í röð en hann endaði á 16 höggum undir pari samtals, tveimur á undan Ryder-liðsfélögum sínum, Rory McIlroy, Justin Rose og Victor Dubuisson. DP World Tour Championship er lokamót ársins á Evrópumótaröðinni og höfðu aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar þátttökurétt. Henrik Stenson fékk rúmlega 155 milljónir íslenskra króna í sinn hlut fyrir að sigra mótið ásamt bónusávísun upp á rúmlega 100 milljónir fyrir að enda í öðru sæti á stigalista mótaraðarinnar í ár. Rory McIlroy var stigahæsti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í ár enda sigraði hann á tveimur risamótum. Hann fékk 80 milljónir fyrir annað sætið í mótinu um helgina ásamt bónusávísun upp á 150 milljónir fyrir að sigra á mótaröðinni. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Henrik Stenson valdi góðan tíma til þess að verja sinn fyrsta titil á ferlinum en hann sigraði á DP World Tour Championship í Dubai sem kláraðist í dag. Mótið er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á ári hverju en fyrir hringinn deildi Stenson forystunni með Spánverjanum Rafa Cabrera-Bello á 14 höggum undir pari. Sá síðarnefndi höndlaði ekki pressuna og spilaði sig úr mótinu á seinni níu holunum á lokahringnum með tveimur tvöföldum skollum í röð. Það leit líka út fyrir að pressan væri að ná til Stenson á tímabili á lokahringum en eftir að hafa fengið þrjá fugla snemma á hringnum fékk hann skolla á áttundu holu og tvöfaldan skolla á þá elleftu. Það setti aldeilis spennu í mótið en Rory Mcilroy skilaði inn hring upp á 68 högg eða fjóra undir pari til þess að jafna við Stenson sem átti þó nokkrar holur óleiknar. Sá sænski nældi sér þá í tvo fugla á síðustu tveimur holunum til þess að sigra mótið annað árið í röð en hann endaði á 16 höggum undir pari samtals, tveimur á undan Ryder-liðsfélögum sínum, Rory McIlroy, Justin Rose og Victor Dubuisson. DP World Tour Championship er lokamót ársins á Evrópumótaröðinni og höfðu aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar þátttökurétt. Henrik Stenson fékk rúmlega 155 milljónir íslenskra króna í sinn hlut fyrir að sigra mótið ásamt bónusávísun upp á rúmlega 100 milljónir fyrir að enda í öðru sæti á stigalista mótaraðarinnar í ár. Rory McIlroy var stigahæsti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í ár enda sigraði hann á tveimur risamótum. Hann fékk 80 milljónir fyrir annað sætið í mótinu um helgina ásamt bónusávísun upp á 150 milljónir fyrir að sigra á mótaröðinni.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira