Audi Quattro nálgast framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 11:02 Audi Quattro tilraunabíllinn. Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent
Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent