Þú gætir verið með tilfelli sem kallast „priapism“ eða á íslensku, sístaða reðurs eða reðuspenna.
Það er frekar algengt fyrirbæri en ber þó ekki að taka af léttúð.
Slíkt langtíma ris er gjarnan sársaukafullt og krefst læknisfræðislegs inngrips á sjúkrahúsi undir eins. Beint á Neyðarmóttökuna. Ef þetta er ekki meðhöndlað þá getur það leitt til skemmda í vefnum í typpinu sem getur haft áhrif á (jafnvel komið í veg fyrir) stinningu síðar.
Ef þú varst með langtímastinningu sem olli þér sársauka en fjaraði út innan fjögurra klukkustunda þá er nóg að heimsækja heimilislækni. Sama gildir ef þú færð reglulega langtímastinningu sem þú kærir þig ekki um.

Eftir að læknir hefur komist að því hvor tegund priapism hrjáir þig þá er oftast typpið deyft og svo blóð dregið úr því.
Priapism getur verið afleiðing sumra lyfja, geðlyfja og/eða rislyfja eða jafnvel meiðsla. Ef þú glímir við þetta þá er vissara að leita til læknis.