Sport

Sonur Jóns Arnars með met í stangarstökki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnar Manússon, Krister Blær og Tristan Freyr.
Jón Arnar Manússon, Krister Blær og Tristan Freyr. Vísir/Daníel
Krister Blær Jónsson, sonur tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnússonar, setti í gær nýtt Íslandsmet í stangarstökki í flokki 18 til 19 ára á Innanfélagsmóti ÍR í Laugardalshöllinni.

Krister Blær, sem er 19 ára gamall, stökk 4,75 metra og bætti sitt eigið sem var 3,71 metrar frá 30. júní síðastliðnum.

Á sama móti stökk Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki 4,55 metra, Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr ÍR 3,50 metra og Jóhanna Gunnarsdóttir úr Breiðabliki 3,10 metra sem er persónulegt met.  

Þetta er góð byrjun á fyrsta móti vetrarins enn öll æfa þau undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar stangarstökksþjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×