Viðskipti erlent

Coca-Cola markaðssetur mjólk

Bjarki Ármannsson skrifar
Auglýsingar fyrir vöruna væntanlegu hafa vakið athygli.
Auglýsingar fyrir vöruna væntanlegu hafa vakið athygli. Myndir/Fairlife
Bandaríski gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur kynnt til sögunnar nýja tegund af mjólk sem fer í sölu í næsta mánuði. Fairlife-mjólk inniheldur fimmtíu prósent meira prótín og kalk og þrjátíu prósent minni sykur. Jafnframt er enginn laktósi í henni.

Í frétt Business Insider um málið segir að varan verði seld fyrir tvöfalt hærra verð en venjuleg mjólk. Haft er eftir Sandy Douglas, forstjóra Coca-Cola í Norður-Ameríku, á hluthafafundi í síðustu viku að „peningum muni rigna“ yfir fyrirtækið vegna sölu á Fairlife.

Auglýsingar fyrir vöruna væntanlegu hafa vakið athygli. Á veggspjöldum sjást sjást ungar, föngulegar konur „klæddar“ Fairlife-mjólk og engu öðru.

„Hverjum hefði dottið í hug að mjólk gæti verið svona stórbrotin?“ spyr svo Sue McCloskey, mjólkurbóndi og einn stofnanda Fairlife í nýrri sjónvarpsauglýsingu. „Þetta er fyrsta skrefið okkar í að tryggja okkur betri næringu svo að við getum lifað lífinu orkurík, falleg og fjörmikil.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×