Alfa Romeo boðar 8 nýjar bílgerðir til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2014 11:27 Alfa Romeo 4C af árgerð 2015. Á bílasýningunni í Los Angeles sem enn stendur yfir var haft eftir forsvarsmönnum Alfa Romeo að fyrirtækið ætli að kynna eina 8 nýja bíla fram til ársins 2018. Alla þessa bíla ætlar Alfa Romeo að smíða á Ítalíu og verða þeir annaðhvort afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, í anda Alfa Romeo sem sportbílamerkis. Fyrsti bíllinn verður kynntur í Mílanó í júní á næsta ári og verður það á 105 ára afmæli Alfa Romeo. Sá bíll verður í miðstærðarflokki fólksbíla en mun líklega ekki fá gamalkunna nafnið Giulia, heldur nýtt nafn. Í leiðinni ætlar Alfa Romeo að opna enduruppgert safn fyrir Alfa Romeo bíla. Þessir 8 nýju bílar verða fólksbílar, jepplingar og líklega einnig blæjubílar. Alfa Romeo hefur 800 milljarða króna að vinna með til þróunar á þessum bílum og hefur eigandi Alfa Romeo, Fiat, séð til þess að það fjármagn er til staðar. Vegna þessara nýju bíla þarf Alfa Romeo að fjölga hjá sér í liði verkfræðinga úr 600 manns í 1.000 og verður það strax komið til framkvæmda á næsta ári. Sumir þeirra munu reyndar koma frá systurfyrirtækjunum Ferrari og Maserati, sem einnig eru í eigu Fiat. Það er því margt í pípunum hjá Alfa Romeo og Fiat hefur upp stórar áætlanir með Alfa Romeo merkið. Það á að keppa af krafti við aðra lúxusbílaframleiðendur heimsins á næstu árum, ekki síst þá þýsku. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sem enn stendur yfir var haft eftir forsvarsmönnum Alfa Romeo að fyrirtækið ætli að kynna eina 8 nýja bíla fram til ársins 2018. Alla þessa bíla ætlar Alfa Romeo að smíða á Ítalíu og verða þeir annaðhvort afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, í anda Alfa Romeo sem sportbílamerkis. Fyrsti bíllinn verður kynntur í Mílanó í júní á næsta ári og verður það á 105 ára afmæli Alfa Romeo. Sá bíll verður í miðstærðarflokki fólksbíla en mun líklega ekki fá gamalkunna nafnið Giulia, heldur nýtt nafn. Í leiðinni ætlar Alfa Romeo að opna enduruppgert safn fyrir Alfa Romeo bíla. Þessir 8 nýju bílar verða fólksbílar, jepplingar og líklega einnig blæjubílar. Alfa Romeo hefur 800 milljarða króna að vinna með til þróunar á þessum bílum og hefur eigandi Alfa Romeo, Fiat, séð til þess að það fjármagn er til staðar. Vegna þessara nýju bíla þarf Alfa Romeo að fjölga hjá sér í liði verkfræðinga úr 600 manns í 1.000 og verður það strax komið til framkvæmda á næsta ári. Sumir þeirra munu reyndar koma frá systurfyrirtækjunum Ferrari og Maserati, sem einnig eru í eigu Fiat. Það er því margt í pípunum hjá Alfa Romeo og Fiat hefur upp stórar áætlanir með Alfa Romeo merkið. Það á að keppa af krafti við aðra lúxusbílaframleiðendur heimsins á næstu árum, ekki síst þá þýsku.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent