17 ára unglingur tryggði sér 180 milljónir króna um helgina 27. nóvember 2014 22:45 Lydia Ko hafði ríka ástæðu til að fagna um síðustu helgi. AP Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira