Mengunarmörk Evrópusambandsins tilkynnt í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2014 09:52 Bílaframleiðendur óttast mjög strangar reglur Evrópusambandsins um hámarks mengun bíla. Von er á nýrri lagasetningu frá Evrópusambandinu í desember varðandi þau mengunarmörk sem bílaframleiðendum verður sett eftir árið 2021. Óttast bílaframleiðendur að kröfur þess verði þeim mjög íþyngjandi og hafa þeir sagt að þörf sé á meiri aðlögunartíma til að uppföllu þau metnaðarfullu mörk um mengun sem Evrópusambandið setur þeim. Núverandi mörk á meðalmengun framleiðslubíla allra evrópskra bílaframleiðenda árið 2021 er 95 g/km af CO2 og hefur lækkað frá 132 g/km frá árinu 2012. Þau bílafyrirtæki sem ekki hlíða þessum reglum verða sektuð stórlega. Evrópuþingið hefur nú þegar samþykkt ráðgefandi markmið um 68-78 g/km fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur hafa bent á að óraunhæft sé að setja lægra markmið en 75 g/km fyrir árið 2030, en ekki 2025. Hafa þeir bent á að þróun bíla með óhefðbundnum drifrásum, svo sem Hybrid bílum, vetnisbílum og rafmagnsbílum, sé ekki komin nægilega langt til að mæta þessum kröfum, en þær séu svo strangar að flestir bílar þurfi að vera með þeim hætti til að mæta þeim. Vonir bílaframleiðenda snúast ekki síst um að næstu mörk verði miðuð við árið 2030, en ekki 2025, svo þeim gefist tími til að þróa bíla sína með svo lágum mengunartölum sem víst er að Evrópusambandið muni setja þeim. Bílaframleiðendur hafa oft bent á að þær ströngu kröfur sem Evrópusambandið setur þeim gæti leitt til þess að bílar þeirra verði ósamkeppnishæfir á mörkuðum utan Evrópu vegna hás þróunarkostnaðar þeirra. Rýmri mengunarstaðlar í öðrum heimsálfum gæfi því framleiðendum þar forskot sem erfitt yrði að berjast við. Á þetta sjónarmið hefur lítt verið hlustað á hingað til og óttast bílaframleiðendur mjög óbilgyrni Evrópusambandsins. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Von er á nýrri lagasetningu frá Evrópusambandinu í desember varðandi þau mengunarmörk sem bílaframleiðendum verður sett eftir árið 2021. Óttast bílaframleiðendur að kröfur þess verði þeim mjög íþyngjandi og hafa þeir sagt að þörf sé á meiri aðlögunartíma til að uppföllu þau metnaðarfullu mörk um mengun sem Evrópusambandið setur þeim. Núverandi mörk á meðalmengun framleiðslubíla allra evrópskra bílaframleiðenda árið 2021 er 95 g/km af CO2 og hefur lækkað frá 132 g/km frá árinu 2012. Þau bílafyrirtæki sem ekki hlíða þessum reglum verða sektuð stórlega. Evrópuþingið hefur nú þegar samþykkt ráðgefandi markmið um 68-78 g/km fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur hafa bent á að óraunhæft sé að setja lægra markmið en 75 g/km fyrir árið 2030, en ekki 2025. Hafa þeir bent á að þróun bíla með óhefðbundnum drifrásum, svo sem Hybrid bílum, vetnisbílum og rafmagnsbílum, sé ekki komin nægilega langt til að mæta þessum kröfum, en þær séu svo strangar að flestir bílar þurfi að vera með þeim hætti til að mæta þeim. Vonir bílaframleiðenda snúast ekki síst um að næstu mörk verði miðuð við árið 2030, en ekki 2025, svo þeim gefist tími til að þróa bíla sína með svo lágum mengunartölum sem víst er að Evrópusambandið muni setja þeim. Bílaframleiðendur hafa oft bent á að þær ströngu kröfur sem Evrópusambandið setur þeim gæti leitt til þess að bílar þeirra verði ósamkeppnishæfir á mörkuðum utan Evrópu vegna hás þróunarkostnaðar þeirra. Rýmri mengunarstaðlar í öðrum heimsálfum gæfi því framleiðendum þar forskot sem erfitt yrði að berjast við. Á þetta sjónarmið hefur lítt verið hlustað á hingað til og óttast bílaframleiðendur mjög óbilgyrni Evrópusambandsins.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent